Original Austurveggur

Í apríl 1997 klifu Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson austurvegg Hvannadalshnúks fyrstir manna.

Fyrir miðjum veggnum er hryggur og ganga gil upp með honum beggja vegna. Originalinn liggur hægra megin við hrygginn. Fyrr höfðu Sigursteinn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson reynt við gilið vinstra megin og þurft að snúa við 40m frá toppnum.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Leiðin þykir þó nokkuð alvarleg og tæknilega erfið. Ganga þarf í gegnum sprungið jöklalandslag til undir vegginn og þar tekur við krefjandi klifur, allt upp að 5. gráðu ís.

Gráða: D, WI5

Hnukuraustur2
H
araldur Í lykilkafla leiðarinnar. Ljósm. Guðmundur Eyjólfsson

Crag Öræfajökull
Sector Hvannadalshnjúkur
Type Alpine

Skrúfjárnið WI 4+

Næsta augljósa ísleið innan við áberandi fríhangandi kerti (240 mín). Leiðin byrjar á auðveldu brölti með einu mjög stuttu lóðréttu hafti. Síðan tekur við um 15-20m hátt lóðrétt íshaft og við af því tekur létt klifur á toppinn. Leið nr. 3 á mynd, 60m.

FF.: Þorvaldur V. Þórsson og Karl Ingólfsson, 20. feb 1999.

Crag Haukadalur
Sector Skálagil
Type Ice Climbing

Haukadalur

Líklega var fyrst byrjað að klifra í dalnum veturinn 1998. Í dalnum eru leiðir við allra hæfi allt frá 3. gráðu og upp úr. Gilin sem mest hefur verið klifrað i eru Svellagjá, Skálagil, Stekkjagil og Bæjargil. Haukadalur liggur frá austri til vesturs milli Miðdala og Laxárdals. Dalurinn er allbreiður og víðast vel gróinn. Neðst i honum er Haukadalsvatn um 4 km langt. Eftir dalnum rennur Haukadalsá og neðan vatnsins ku vera stunduð laxveiði. Fyrr á öldum voru miklir skógar i dalnum. Það eina sem eftir er af þeim er lítil skógartorfa innarlega i hlíðinni norðan Haukadalsvatns. Innst og austast úr Haukadal gengur Haukadalsskarð til Hrútafjarðar. Þar var áður kunn leið milli Norðurlands og Dala. Leiðin var aflögð að mestu eftir ad bílar komu til sögunnar. Í sunnanverðum dalnum er bærinn Hamrar. Upp af honum er brött gilskorin hlíð og háir klettar. Þessi hlíð er svo brött að ekki sést til sólar frá bænum 25 vikur á vetri.

Leiðir í Haukadal eru oft komnar snemma á hausti í góðar aðstæður og haldast nokkuð stöðugar fram á vor þrátt fyrir rysjótt veðurfar.

Helstu klifursvæði má sjá á yfirlitsmyndinni hér að neðan.

Haukadalur-map

Hreindýrafoss WI 3

The route is in a gorge close to the main road where the road no. 1 starts to ascend to go over the mountain Breiðdalsheiði. There are only 2-3 routes on the right of this route but 20-30 routes on the left hand side. All unclimbed.

Easy but long WI 3. We had very good belay ledge after 55 meters of climbing, and the second pitch was only about 25 meters. We absailed down to the gorge on the left and only had to absail once. The name of the route is the Reindeer Fall, because there were reindeer tracks on the very edge were we came up.

WI3, 80m

FF: Einar R Sigurðsson, Peter McFadyen, Richard Edkins, des 2007

Crag Breiðdalur
Sector Pálsklettar
Type Ice Climbing

Móri WI 4

Leið skráð í leiðarvísi sem A2 en er óstaðsett

Lítið er vitað um þessa leið en talið er að hún liggi austar í Bolaklettinum sjálfum, leitum við að frekari upplýsingum um þessa leið!

WI4, 80m

FF: Ívar F. Finnbogason og Sigursteinn Baldursson

Skarðsheiði
Móri, 70-80 m, WI4, feb. ’95. Veturinn ’95 var nýr ísfoss farinn af þeim Ívari Finnbogasyni og Sigursteini Baldurssyni. Fossinn er í gil/dal á milli Brekku- og Hafnarfjalls og telja þeir að gilið,/dalurinn nefnist Hrúrtadalur og leiðin sjáist ekki frá veginum en best sé að leggja bílnum þar sem Skarðsheiðin sést best (við malarnámur).

Crag Bolaklettur
Sector Innri-hvilft
Type Ice Climbing

Partýbær WI 4

Þessa leið má finna aðeins austan við Tröllhamra og sker upp í gegnum mikið klettabelti.

Ekið frá Veiðihúsinu á Eyjum í NV eftir Suðursbyggðarvegi. Leiðin er í klettunum til vinstri við vegin og er áberandi Y-löguð. Um 20 min gangur er að henni.

2 brött kerti í fyrstu spönn og síðan snjóbrekka með 3.gráðu hafti efst. Ef farið er til vinstri eftir það eru tvö lóðrétt höft. Sú spönn er 30 metrar. Heitir sá partur leiðarinnar Pylsupartý. Vinstri greinin er stutt 3 gráðu spönn sem heitir Evróvisijón partý. Best er að síga niður. Virkilega skemmtileg leið.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Daði Snær Skúlason, 23. feb. 2008,  3 spannir ca 150m

Crag Breiðdalur
Sector Múlaklettar
Type Ice Climbing