(Icelandic) John Snorri á topp Lhotse

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Mynd fengin frá http://www.mountainsoftravelphotos.com/Lhotse/Main.html

Þann 16. maí, klukkan 10:20 varð John Snorri Sigurjónsson fyrstur Íslendinga til að stíga á topp Lhotse. Þessu er sagt frá á heimasíðu styrktarfélagsins Líf.

Lhotse er hluti af Everest fjallgarðinum og er fjórða hæsta fjall í heimi, á eftir Everest, K2 og Kangchenjunga, öll í Everest fjallgarðinum. Lhotse er 8.516 m á hæð og tók það John Snorra um 17 klukkustundir að ganga upp á tindinn sjálfan og fjórar stundir niður aftur.

Næst er John Snorri að miða á að klífa fjallið K2 sem er það næst hæsta í heimi, 8.611 m, en jafnframt það erfiðasta og hættulegasta. Aðeins um 300 manns hafa náð á tind K2 en 77 hafa látið lífið við það að reyna.

Við óskum John Snorra alls hins besta í þessum leiðangri og hlökkum til að heyra fleiri fréttir af framvindu ferðarinnar.

 

Leave a Reply