10 ára viðgerðarafmæli Tindfjallaskála

Um þessar mundir eru 10 ár síðan Tindfjallaskáli var sóttur til Reykjavíkur og tekinn í allsherjar uppgerð, sem stóð yfir í eitt ár og viku.

Úr frétt MBL: “Skálinn á sér merkilega sögu og var reistur á fimmta áratugnum af félagsskap sem nefndist Fjallamenn en þar var fremstur í flokki Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Félagsskapurinn lagðist af en í framhaldinu tók Alpaklúbburinn sem stofnaður var 1977 við skálanum. Í vetur sem leið fóru fram miklar umræður meðal klúbbfélaga um ástand skálans og framtíð hans. Varð niðurstaðan sú að gera hann upp og hefur mikilvægum áfanga verið náð á þeirri braut með því að koma honum niður á láglendið.”

Greinin: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1235404/

Hér má svo skoða byggingasöguna og mikið af skemmtilegum myndum úr þessu verkefni: http://isalpskalar.blogspot.com/2008/

Í haust er fyrirhugað að setja nýja kamínu í skálann og klára nokkur almenn viðhaldsverkefni. Húsið er í frábæru standi eftir árin tíu enda var vandað mikið til verka í uppgerðinni.

Nú styttist í snjóinn í Tindfjöllum og tilvalið að bóka helgi. Upplýsingar um bókanir er að finna hér: https://sites.google.com/…/isalpskal…/upplysingar-um-skalann

Leave a Reply