Sissi

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 26 through 50 (of 660 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Hvað er að frétta? #68203
    Sissi
    Moderator

    Íslendingametið á Lummuna í Chamonix, Aguille de l’M var að öllum líkindum slegið á dögunum þegar hvorki meira né minna en átta Íslendingar klifruðu NNA hrygginn; Árni Stefán, Bjartur Týr, Freyr Ingi, Haukur Már, Jón Heiðar, Róbert, Sveinn Friðrik og Viktor.

    in reply to: Hvað er að frétta? #68202
    Sissi
    Moderator

    John Snorri hyggst reyna við K2 að vetrarlagi með Mingma G., en þeir kynntust þegar JS fór á K2 og Lhotse fyrir tveimur árum, og var nálægt því að toppa Broad Peak líka ef ég man rétt. K2 er eini átta þúsund metra tindurinn sem hefur ekki verið toppaður að vetrarlagi, en helstu kempur vetrarklifurs hafa verið að reyna við þetta verkefni síðust árin. Nú þegar eru klifrarar eins og Denis Urubko, Alex Txikon og Nirmal ‘Nims’ Purja, sem er búinn að salla niður 11 af 14 átta þúsund metra tindunum á nokkrum mánuðum, að gefa því undir fótinn að mæta á svæðið.

    Þeir félagar eru nú staddir á Manaslu (8163 metrar) sem aðlögun og ef ég man þetta rétt yrði JS þá fyrstur til að ná þremur 8 þúsund metra tindum ef þeir klára hann.

    https://www.facebook.com/climbermingma/photos/a.482263401905764/1670045366460889/

    in reply to: Equipments renting #68132
    Sissi
    Moderator

    There is no one that I know of renting out splitboards in Iceland. It’s highly unlikely that you find one.

    I’m not sure about pulkas, sombody else know about that?

    Sissi

    in reply to: Boreal í Vestra Horni 2019 #68130
    Sissi
    Moderator

    Bump fyrir forsíðulista

    in reply to: Hvannadalshnjúkur #68102
    Sissi
    Moderator

    There is nobody renting out splitboards in Iceland that I am aware of.

    in reply to: Boltaumræðan afturgengin? #68051
    Sissi
    Moderator

    Snilld, þessi þráður hefur möguleika á að verða meðal efnis í næstu best of spjallborð grein minni í ársriti Ísalp 2029!

    in reply to: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. #67700
    Sissi
    Moderator

    Prýðis hugmynd, ég held að Skabbi og fleiri hafi stikað stíginn upp í Valshamar. Bara redda stikum og níðsterkri áberandi málningu (það er glettilega erfitt að sjá svona staura) og svo bara dúndra þessu niður á einhverja línu sem þér líst vel á. Passa svo bara að láta hana ekki fara beint á brattann.

    in reply to: Ice conditions Esja / Mulafjall: January-February 2019 #66958
    Sissi
    Moderator

    Conditions here are just really random, no way telling if things will be in or not. Múlafjall needs about 5-7 days of steady sub zero temps to get in. We have had a very warm winter, just some short cold periods. Now winter seems to have arrived, been snowing for a few days and people were out climbing last weekend. But you will basically just have to post here a few days before your arrival. Jan/Feb are pretty likely to get some ice but you never know. If you have access to a car it would be highly likely that you can find some area in, or go a bit higher up. Worst case scenario, climb some cauldrons in the outlet glaciers. But hopefully it won’t come to that.

    In short: Þetta reddast!

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2018-2019 #66952
    Sissi
    Moderator

    Þessi steinbogi er geggjað svalur!

    Vil svo benda áhugasömum á að það er hægt að gera “subscribe” á þennan þráð og fá allt heitasta ísklifurslúðrið beint í æð um leið og það kemur inn

    Mynd

    • This reply was modified 5 years, 3 months ago by Sissi.
    in reply to: Crossin North-South ski expedition #66907
    Sissi
    Moderator

    Just remember to leave a plan with Safe Travel Iceland: https://safetravel.is/

    in reply to: Þverun Suðurskautslandsins #66885
    Sissi
    Moderator

    Bömpa þessu inn á forsíðuna, er ekki hægt að stilla word press þannig að þræðir komi á forsíðu án þess að neinn sé búinn að commenta á þá?

    in reply to: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. #66491
    Sissi
    Moderator

    Það væru aldrei skilin eftir augu og rær á björgunarsveitaæfingu. Það væru heldur ekki Byko hlekkir í þeim.

    Gæti verið ísklifur toppankeri, þau eru nokkur í Búahömrum, eða einhver leið í vinnslu. Samt frekar steiktur frágangur. Persónulega myndi ég ekki fara að taka einhver augu og endurnýta nema ég vissi hvað þetta væri, hver setti þetta inn og hvenær.

    in reply to: Saga vefsins #63814
    Sissi
    Moderator

    Magnað, það væri nú gaman að sweepa þetta einhvern veginn upp líka.

    Og svo hefur verið minnst á mynd dagsins við mig, gúgglaði aðeins og sýnist það vera hægt í WP.

    Varðandi tímaröð, ætli Helgi hafi þá gert útgáfu 1 og 2?

    in reply to: Yfirgefnar tryggingar: Safn eða sóðaskapur? #63710
    Sissi
    Moderator

    Bara hreinsa og bæta í safnið. Sérstaklega allt nylon.

    Relevant: http://www.isalp.is/en/forums/reply/svar-nyr-leidarvisir-fyrir-stardal-13

    in reply to: Hönnun Bratta #63662
    Sissi
    Moderator

    Eitthvað að frétta af þessu? Hvernig eru menn að hugsa dæmið t.d. varðandi layout á hvoru rými um sig, eldhúsi, hitunarkerfi, klósetti og fleira?

    in reply to: (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017 #63004
    Sissi
    Moderator

    Skessuhorn er spikfeitt af ís (föstudagur 21 apríl)

    • This reply was modified 7 years ago by Sissi.
    • This reply was modified 7 years ago by Sissi.
    Attachments:
    in reply to: (Icelandic) ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman #61937
    Sissi
    Moderator

    Athugið að fundinum er frestað um viku til 23. ágúst. http://www.isalp.is/en/news/fundur-2-um-framtid-bratta

    Á síðasta fundi kynnti Helgi tilurð samkomulagsins við FÍ. Ég fór yfir 5 kosti í stöðunni, að klára málið með FÍ, að klára málið með FÍ eða öðrum aðila með breyttu fyrirkomulagi, að félagar myndu kaupa hlutinn, að ÍSALP kláraði dæmið sjálft með 60 fm skála og að ÍSALP kláraði málið sjálft með 36 fm. skála.

    Raunhæfir kostir að mati fundarmanna voru tveir: að fá FÍ til samstarfs við að klára 60 fm hús eða að ÍSALP myndi sjálft klára 36fm hús.

    Stjórn klúbbsins mun keyra á fyrri möguleikann ef það kemur ekki fram hópur með fýsilega tillögu varðandi síðari kostinn, sem er treystandi til að klára málið.

    Þeir sem hefðu hug á að skoða síðari kostinn mættu endilega gefa sig fram fyrir næsta fund.

    Það er mjög mikilvægt að hafa tvo kosti til að skoða, að félagsmenn velji þann sem hentar betur og að breið samstaða sé um málið. Bratti er mestu verðmæti ÍSALP og ég hvet félagsmenn til að kynna sér málið, mynda sér skoðun og mæta á næsta fund, í Klifurhúsinu þriðjudaginn 23. ágúst kl. 20.

    • This reply was modified 7 years, 8 months ago by Sissi.
    in reply to: (Icelandic) ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman #61895
    Sissi
    Moderator

    Fyrir fundinn væri gott ef stjórn gæti komið helstu lykilstærðum á félagsmenn:

    * Hvert er verðmat á skálanum eins og hann stendur núna?
    * Hvert er verðmat (söluverðmæti) á annarri einingunni ef hún verður seld?
    * Eru áhugasamir kaupendur að henni?
    * Hver er kostnaðaráætlun við að klára skálann, hvernig skiptist hún í efni, vinnu og flutning?
    ** Geri ráð fyrir að þetta sé framlag FÍ
    * Hver er kostnaðaráætlun miðað við sjálfboðavinnu við innréttingar og að sveitir kæmu að flutningi gegn inneign í gistingun, líkt og í Tindfjallaskála?
    * Hvert er verðmat á lóðinni og nýtingu, þ.e. að eiga fjallaskála inni í þekktasta þjóðgarði Íslands, UNESCO World Heritage Site?
    ** Þessi liður þarf að reiknast með verðmati til að sjá hvort verið sé að selja hlutinn á undirverði
    * Af hverju þarf að blanda eignarhlut inn í verðið, er ekki hægt að leysa málið með langtíma leigusamningi við FÍ?
    * Hvaða tryggingu hefur ÍSALP fyrir því að FÍ knýi fram sölu og yfirtaki húsið á einhverjum tímapunkti? Kæmi til greina að ÍSALP ætti 51% hlut ef engin önnur leið er fær en að láta eignarhlut?
    * Hver er sjóður ÍSALP í dag?
    * Hverjar eru árlegar tekjur ÍSALP síðustu 3 árin, per ár?

    Kveðja,
    Sissi

    in reply to: (Icelandic) ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman #61861
    Sissi
    Moderator

    Sælir félagar,
    til að byrja með langar mig að þakka stjórn og þeim sem hafa verið að vesenast í Brattamálum og öðru fyrir þeirra framlag. Þetta er óeigingjarnt starf og við mættum öll klappa ykkur oftar á bakið.

    Hafandi sagt það þá þykir mér þessi lending miður.

    Byrjum á smá sagnfræði. Fyrir 8 árum vorum við í svipaðri stöðu með Tindfjallaskála. Skálinn var að grotna niður og klúbburinn hafði ekki burði til að gera neitt í málunum. Fregnir bárust til Kyrgizstan þar sem við sátum nokkrir ÍSALParar að sumbli um að klúbburinn hygðist láta FÍ hafa skálann á 500 þúsund krónur ef ég man rétt. Það hefði náttúrulega verið einföld lausn á vandamálinu en menn ákváðu að reyna að gera eitthvað í málunum.

    Klúbburinn hefði gefið eftir mikilvægan hlut af sinni sögu, auk þess sem gríðarleg verðmæti eru í að eiga staðsetningu á borð við Tindfjöll. Ég er efins um að fleiri skálabyggingar verði leyfðar á svæðinu.

    Að mínu mati voru allar aðstæður mun erfiðari. Skálinn þurfti á algjörri endurbyggingu að halda, afar vinnufrekri sem krafðist þekkingar, og kreppa var skollin á. Fjáröflun var gríðarlega erfið, húsfriðunarnefnd tók af okkur viðhaldsstyrk og hafnaði umsókn um styrk til endurbyggingar. En fjármagn fannst, meðal annars gáfu sumir í skálanefndinni fé í verkefnið og ómælda vinnu. Mig minnir að afar lítill kostnaður hafi lent á ÍSALP. Verkefnið var leyst með sóma og skálinn var kominn á sinn gamla stað eftir ár og viku.

    Bratti er að sumu leyti sambærilegur. Ég sé ekki fyrir mér að fleiri skálar verði reistir á svæðinu og virði staðsetningar til lengri tíma því gríðarlega mikið fyrir klúbbinn. Að selja 50% fyrir kojur, spýtur og nagla gæti verið ákveðin skammsýni. Skálinn stendur á lóð, greidd eru fasteignagjöld og annað, svo réttur klúbbsins til áframhaldandi veru er sterkur.

    Þá skilst mér að öflugur hópur manna, m.a. að hluta til þeirra sem gerðu upp Tindfjallaskála, hafi staðið að baki þessu verkefni. Mér leikur forvitni á að vita hvort þeir hafi verið með í ráðum og lagt blessun sína yfir þennan ráðahag.

    Ég vona að minnsta kosti að sambærileg stemning skapist um að klára Bratta eins og skapaðist um Tindfjallaskála. Og ég er viss um að Góli, Gísli Sím og fleiri bjóða sig fram með mér til að byggja kamarinn. Gísli verður samt vonandi með hjálm.

    Sissi

    Tindfjallaskáli

    in reply to: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. #61816
    Sissi
    Moderator

    Ef þú gerir fleiri þá var “Tveggja turna tal” í excel skjalinu ef við myndum klára leiðina sem var á teikniborðinu 🙂

    in reply to: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. #61813
    Sissi
    Moderator

    Algjör snilld. Þarna er bara kominn heill sector. Takk fyrir þetta Palli!

    in reply to: Skíðaaðstæður 2015-2016 #61487
    Sissi
    Moderator

    Móskarðahnjúkar voru rugl góðir í dag, enn léttilega hægt að renna sér frá toppi og niður að brú samfellt. Eiga töluvert eftir.

    Allnokkrir hópar á ferð, hittum m.a. Katrínu, Robba, Gadda og fleiri sem höfðu líka tekið Hátind og báru honum vel söguna.

    Bara gaman.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #61400
    Sissi
    Moderator

    Thanks Spencer for writing up such a thorough report and Otto for posting!

    in reply to: Videoþráður #61316
    Sissi
    Moderator

    5.13 X, eru ekki allir heitir fyrir því?

    Intense, man eftir þessu síðan þessi mynd kom út.

    in reply to: Áhugavert úr klifurheimum – safnþráður #61196
    Sissi
    Moderator

    Skemmtileg grein um þróun ísklifurs. Er ekki kominn tími á að láta Valda eða einhverja mega sportklifurrottuna fá ísaxir og klára aðra uppferð áður en einhver túristinn tekur þetta?

    “Helgi and I rated Amphibian M9, as it was a lot harder than Octupussy, M8. It was the first consensus M9 in the world. The next winter I climbed a magic route on half spray ice in Iceland, Brennivin, which I rated 9+, as it was a lot harder. I returned to Colorado after Iceland, and I climbed Reptile, which followed the edge of huge horizontal break across some of Vail’s steepest terrain to join the Fang. I called that M9 too. I come from a tradition where you rate a route with the lowest grade you can say with a straight face, not the modern “Instagrade” of the highest grade you can say with a straight face. Brennivin was the first M11 in the world, although I rated it 9+, because it couldn’t be much harder, could it?”

    http://blackdiamondequipment.com/en/experience-story?cid=will-gadd-mixed-climbing-evolution

    PS. ég býð mig ekki fram

Viewing 25 posts - 26 through 50 (of 660 total)