Ólafur

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 1 through 25 (of 142 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Telemarkfestivalið #58245
    Ólafur
    Participant

    Þetta var mikil snilld og full ástæða til að þakka öllum sem komu að skipulagningu og framkvæmd ásamt veður og púðurguðunum.

    Við lentum í því óhappi að missa eitt par af gönguskíðum í skíðapoka af bílþakinu á veginum við skíðaskálann í gær (sunnudag). Skíðapokinn sást á/við veginn í beygjunni fyrir neðan Fjarkann. Ef einhver veit meira um örlög skíðapokans þá yrði ég mjög þakklátur að heyra af því (t.d. í síma 691 5636). Í fundarlaun er einka-session með Team Árbær Telemark á festivalinu að ári.

    Og ef einhver er að velta fyrir sér hvernig það gat farið fram hjá okkur að missa skíðapar af þakinu á bílnum þá skýrist það kannski á þessari mynd:

    http://instagram.com/p/W9wbyKpNgM/

    Ski heil!

    in reply to: Telemarkfestivalið #58235
    Ólafur
    Participant

    Það stefnir í T-Festival aldarinnar! Aprés-ski nefnd tilkynnir með stolti að samningar hafa tekist við engan annan en sjálfan Hansi Hinterseer um að trylla lýðinn í Hlíðarfjalli. Veðurstofan hefur lækkað næmni skjálftamæla á Norðurlandi eftir kl 15 á laugardaginn. Kýr munu hneggja og hestar baula. Þetta verður eitthvað!

    in reply to: Telemarkfestivalið 2013 #58214
    Ólafur
    Participant

    Hi Siebert. Of course – you are most welcome at the festival. This is THE event to meet people with the same interests. There will be telemarking, off-piste, racing, powder, ski-mountaineering, öl, stroh, aprés and DJ Ötzi. Be there or be square!

    in reply to: Snjóflóð í Glerárdal #58123
    Ólafur
    Participant

    Þarna skall hurð nærri hælum. Var brettadúddinn með ýli?

    in reply to: Snjóflóð í Glerárdal #58091
    Ólafur
    Participant

    Hér er beinn linkur á fréttina

    http://www.n4.is/tube/file/view/3046/

    in reply to: Illvirki í Þórsmörk og ferðamáti barnabarna #57976
    Ólafur
    Participant

    Svo virðist sem Vegagerðin standi að þessum framkvæmdum að eigin frumkvæði og á eigin forsendum. Af þessum þræði á FB að dæma þá virðast hvorki FÍ né Útivist hafa neina aðkomu að málinu.

    http://www.facebook.com/groups/ferdafrelsi/

    in reply to: Ísklifrarar á sveppum? #57922
    Ólafur
    Participant

    Veit ekki með sveppina en það vantar alveg klárlega Blue Mountains þarna í seinni greinina. Er þetta ekki ritrýnt??

    in reply to: Ódysseifur í Eystrahorni #57794
    Ólafur
    Participant

    Hejsan

    Leiðin er lítið boltuð – það eru einstaka boltar á stangli. Þú þarft að hafa fullan trad rakk meðferðis. Á sínum tíma var leiðin handboltuð með bolta-augum úr áli en þessir boltar eru orðnir mjög lélegir. Neðri hluti leiðarinnar deilir nokkrum stönsum með ‘Saurgati Satans’ og þeir stansar eru vel boltaðir.

    Ég hef bara klifrað neðri hluta leiðarinnar og gráðan þar stemmir nokkuð vel. Í þeim hluta leiðarinnar eru nokkrar spannir af drulluklifri þar sem golfskór (með göddum) og fýlarotari eru hentugur búnaður. Samt eru fínar hreinar klettaspannir inn á milli. Krúx spönnin er t.a.m. mjög góð.

    Ef ég væri að fara að klifra þetta í dag myndi ég klifra Saurgat Satans og halda síðan áfram upp efri hluta Ódysseifs. Saurgatið er mun betri leið í hreinum kletti alla leið, vel boltuð og nánast alveg múkkalaus (en reyndar nokkuð erfiðari).

    Láttu vaða! Það er frekar einfalt að beila úr stönsunum í neðri hlutanum (þ.e. stönsunum sem leiðin deilir með Saurgati Satans).

    kv, órh

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57724
    Ólafur
    Participant
    Karl Ingólfsson wrote:
    Svo er alltaf uppi spurningin um siðferðisleg gildi þess að draga fólk fótgangandi í þann djöfulskap að vandalisera skíðabrekkur á skósólunum…

    Já, þetta er að sönnu sívaxandi vandamál, sér í lagi á SA horninu. Hér er freklega gengið á rétt skíðandi manna/kvenna. Spurning um að leggja málið í nefnd í SAMÚT? Að öðru leiti hefur eldklerkurinn Hardcore lög að mæla.

    in reply to: Vorskíðun #57691
    Ólafur
    Participant
    Róbert Lee Tómasson wrote:
    Fórum hjónin á Heklu í gær í frábæru veðri, Áttum fjallið enginn annar á ferðinni.

    Að ganga á Heklu er góð skemmtun. Hvaða leið fóruð þið að henni? Er orðið bílfært frá Næfurholti upp að Litlu-Heklu?

    in reply to: Vorskíðun #57664
    Ólafur
    Participant

    Fórum í Yfsilonið í gær. Fínt vorfæri og ennþá nóg af snjó. Fórum upp og niður vestari (vinstri) greinina. Smá grjót á kafla en það var ekki til trafala og auðvelt að sviga framhjá.

    Nokkrar símamyndir:

    https://plus.google.com/photos/117207878687187865968/albums/5730822127010938961

    in reply to: Skálafell #57507
    Ólafur
    Participant

    Frábærar fréttir! Hélt uppá daginn á viðeigandi hátt. Eðalfæri.

    http://youtu.be/Z90wgcuBWiQ

    in reply to: Skálafell #57343
    Ólafur
    Participant

    Lokun Skálafells er skandall en sýnir kannski best að skíðamenn hafa engan vegin sömu ítök og áhrif innan borgarkerfisins og hefðbundnu íþróttafélögin. Það er eins og ráðamenn átti sig heldur ekki á því að skíði eru stórt fjölskyldusport.

    Á undanförnum árum er búið að byggja upp íþróttahús, sparkhallir, sundlaugar og annað fyrir hundruði milljóna en þegar kemur að því að spara dettur engum í hug að loka eða draga úr starfsemi þar – bara á skíðasvæðunum. Það er talað um að það kosti 12-15 milljónir að opna Skálafell í vetur og þegar fjárhagsáætlun ítr er skoðuð er þessi upphæð dropi í hafið.

    Nokkur dæmi:

    Sundhöllin ein og sér (sem hefur næst minnsta aðsókn lauganna í rvk) kostar meira en skíðasvæðin (mv að Skálafell væri í gangi líka). Samt eru 5 aðrar laugar í rvk.

    ‘Húsaleigu og æfingastyrkir’ er liður sem kostar 1.654 milljónir (!!), hækkar um 70 milljónir frá því í fyrra (sem er núverandi rekstrarkostnaður Bláfjalla). Væri fróðlegt að sjá hvert þessir peningar eru að fara. 15 milljónir fyrir að opna Skálafell eru dropi í hafið í þessu samhengi.

    Laugaból (Þróttarhúsið??) kostar 135 milljónir. Íþróttahús KHÍ kostar 27,9.

    Sjá: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4347

    Þegar kemur að skíðum er áhugaleysi ráðamanna algert – spurning um að setja upp tvö mörk í Skálafelli og sjá hvort einhver vakni þá?

    órh

    in reply to: Hvað er versta klifurráð sem þið hafið fengið? #56780
    Ólafur
    Participant

    Þessu tengt: Ég var einu sinni fyrir margt löngu í Stardal og mætti þar þremur piltum í klifurhugleiðingum. Þeir voru með eftirfarandi útbúnað: Línu, eitt belti, tvo langa slinga, tvær karabínur og stóran skiptilykil. Skiptilykillin átti, að ég held, að notast sem trygging. Veit ekki hver ráðlagði þeim…

    in reply to: Denali #56663
    Ólafur
    Participant

    May the Force be with you!

    in reply to: Hrun i Postinni #56658
    Ólafur
    Participant

    Er ‘Stubbur’ þar með allur? Þegar hrundi úr Stardal fyrir nokkrum árum var hann í fyrstu talinn af – sem síðar reyndist stórlega ýkt.

    in reply to: Klifurvideo #56312
    Ólafur
    Participant

    Kúúl!

    in reply to: Vinnsla á gönguskíðum #56271
    Ólafur
    Participant

    Ef botninn er illa farinn og djúpt rispaður þarftu að byrja á að fylla upp í hann.

    http://www.youtube.com/watch?v=JXsSlvl_O8o&feature=related

    Rennsli:
    Bræða undir mjúkan rennslisáburð (gulan swix) til að hreinsa botninn, skafið og burstað. Endurtaka. Bræddu svo harðari áburð í lokin (t.d bláan swix), skafa og bursta. Passaðu að það fari ekki rennslisáburður í rifflurnar. Ef þú vilt auka á rómantíkina, þá er um að gera að kveikja á kerti, jafnvel ilmkerti.

    Ef þú nennir ekki að standa í straujun & áburðarveseni þá eru sumir í gönguskíðabransanum farnir að nota bara beittar stálsköfur á botninn.

    http://www.kuzmin.se/pgs/scrapers_sv.html

    in reply to: Vinnsla á gönguskíðum #56263
    Ólafur
    Participant

    Kerti henta ágætlega við rómatískan kvöldverð en síður sem rennslisáburður undir gönguskíði. Hvernig skíði ertu með (riffluð eða áburðarskíði, touring stálkantaskíði eða brautarskíði)? Hvað viltu gera? Ertu að bera undir rennslisáburð eða fattáburð?

    Ef þú ert að bera rennslisáburð undir þá er straujárn möst. Síðan er algjört lykilatriði að skafa áburðin undan og bursta með nælonbursta.

    Það er hægt að nota ‘gamla straujárnið hennar mömmu’ en það getur samt verið vafasamt. Skíðastraujárn vinna á lægri hita og eru þal með nákvæmari hitastilli. Ef þú notar gamalt venjulegt straujárn þarftu að passa vel að brenna ekki botninn á skíðunum.

    in reply to: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar #56223
    Ólafur
    Participant

    Rúnar Óli Karlsson wrote:

    Quote:
    Menn eru mis viðkvæmir fyrir notuðum klifurbúnaði. Samt enginn jafn mikið og Sissi…!

    Svo eru sumir glysgjarnari en aðrir og nota þetta bara sem afsökun til að kaupa nýtt glingur. Ónefndur félagi Sissa sem heldur til í Hálöndunum kemur líka upp í hugann…

    in reply to: Lofoten myndasýning í kvöld #56222
    Ólafur
    Participant

    Stendur til að setja myndirnar á wefinn – fyrir þá sem eru fjarri góðu gamni og misstu af myndasýningunni?

    in reply to: Lausar nætur í Tindfjallaskála #55770
    Ólafur
    Participant

    Rúnar Gunnarsson wrote:

    Quote:
    Manuallinn að uppkveikju á ofninu er hin fróðlegasta lesning :)

    Já, hann er hreint út sagt snilld! Þetta hljómar eins og setning úr Das Boot: “Einnig má notast við gaumgat 7 til að fylgjast með rennsli olíu í brunahólf”.

    En formaðurinn kann á ofninn:

    das-boot-movie.gif

    in reply to: Hver hefur crossað Ísland vestur/austur? #55634
    Ólafur
    Participant

    Fleiri en flubbarnir 1970 hafa farið í svipaða leiðangra.

    Fóru ekki Hilmar Aðalsteins, Tommi Júl, Kalli Ingólfs og Árni Alfreðs líka yfir jöklana þrjá á gönguskíðum einhverntíman kringum 1990?

    Ólafur Jónsson, Stefán Gunnarsson, Eyrún Björnsdóttir, Daði Þorbjörnsson og Guðmundur Birgisson úr HSSG gengu frá Fonti (á Langanesi) til Reykjanestáar.

    http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=323648

    Gummi Eyjólfs fór líka þvert yfir landið. Frá Hornströndum til Öræfa??

    Svo Einar Stefánsson í vetur:

    http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/17/mig_langadi_bara_til_ad_profa_gonguskidi/

    Haraldur Örn ætti lika að geta gefið ráð….

    in reply to: Kurt Albert ist gestorben #55617
    Ólafur
    Participant

    Af planetmountain.com

    “Update at 13:00 on 28/09/2010
    Contrary to the numerous news reports on the internet, including Der Spiegel, Kurt Albert is not dead. He is in life-threatening condition, but the German press agency DPA has just confirmed to us that Albert is still alive.

    Sjá:
    http://www.planetmountain.com/english/News/shownews1.lasso?keyid=37600

    in reply to: Lofoten 2010 #55566
    Ólafur
    Participant

    Amen. Til hamingju með prestinn.

Viewing 25 posts - 1 through 25 (of 142 total)