Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
1610573719
MemberVið Palli vorum þarna og vara efsta haftið í alveg ágætis aðstæðum þ.e. alveg þokkalega pumpandi og mjög gaman að klifra það. Leiðin öll er alveg fyrsta flokks leið fyrir þá sem vilja klifra ís með nærri engri aðkomu. Eitt sem vakti athygli okkar Palla var að við kíktum fyrst inn í Brynjudal og ætluðum að kíkja á Snata og Nálaraugað og keyrðum við inn mjög fínan veg sem er kominn þarna og gátum við keyrt alveg inn undir leiðrinar sem opnar þægilega aðkomu að frábæru ísklifursvæði. Svæðið reyndist ekki vera í aðstæðum en nóg að vatni þarna þannig að þegar frostið kemur kemst þetta svæði í frábærar aðstæður.
Kveðja Olli1610573719
MemberÞið eruð magnaðir. Ég hef kíkt í þessa áttina en alltaf hugsaði til þess að það væri gaman að klifra þarna en í sömu andránni sagt að það væri bara fyrir einhverja mjög taugasterka. Olli
1610573719
MemberFrábært hjá ykkur. Við Palli töluðum um leiðina með þakinu á laugardaginn þegar við vorum að kíkja á Nálaraugað en við erum orðnir svo gamalir og lúnir að við nenntum ekki að kíkja þarna inn. Enn og aftur til hamingju.
1610573719
MemberÉg hef verið að spyrja menn af hverju þeir setji ekki inn hvað þeir voru að gera og hvernig aðstæður voru og stundum fengið svar að viðkomandi menn væru svo litlir spámenn að þeir hreinlega þorðu því ekki. Við sem erum komnir með meiri reynslu en aðrir lítum alls ekki niður á hina sem skemur eru á vegi komnir í íþróttinni heldur þveröfugt bjóðum þá velkomna í hópinn og erum tilbúnir að hlusta hvað þeir hafa að segja. Þó þeir hafi bara farið létta 3. gráðu þann daginn er alveg eins gaman að heyra hvað þeir voru að gera og hvernig þeir meta aðstæður bæði á staðnum og við að keyra á staðinn og heim. Við skulum bara leggast á eitt við að gera vefinn fjörugan af miklu upplýsingarflæði þennan ótrúlega stutta tíma sem ísklifur er mögulegt á Íslandi.
1610573719
MemberÞað má segja að það sé allt í aðstæðum sem getur verið í aðstæðum nema þó helst undir Eyjafjöllum sem ættu nú að komast í aðstæður ef verðu heldur áfram eins og það hefur verið.
Ég við biðja menn sem eru að klifra endilega að segja fáein orð um aðstæður. Það ætti ekki að taka nema 10mín að segja frá því sem þið sáuð þegar þið voruð að klifra. Þetta getur sparað mörgum öðrum marga klukkutíma í fýluferðir. Við erum svo fáir sem erum í þessum bransa hér á landi að við ættum að geta staðið saman í þessu. SAMEINAÐIR STÖNDUM VIÐ!
Ég fór ekki að klifra um helgina en veit að Múlafjallið er í góðum aðstæðum. Grafarfoss er í aðstæðum. Oríon er í fínum aðstæðum en veit ekkert um kjósina. Veit einhver eitthvað um Glymsgilið???
Hvernig var í Haukadalnum Ívar????????
Kv. Olli1610573719
MemberÞað var ákveðið að halda í Múlafjall ef margir óvanir verða með þar er hægt að fá auðveldar leiðir og erfiðar leiðir allt eftir óskum hvers og eins. Ef, hins vegar, menn hafa aðrar uppástungur eru þær vel þegnar þar sem allt virðist vera í aðstæðum og hægt að klifra nánast hvar sem er. Þá er bara að mæta og stinga upp á einhverjum skemmtilegum stað.
Olli1610573719
MemberÉg er heilshugar sammála Jóni Hauki varðandi Bandaríska fánann. Hann á EKKERT heima á þessari síðu og vildi ég frekar hafa hana alla útataða í skítkasti heldur en að sjá slíkt minnismerki hér á síðunni. Það hlýtur að vera hægt að finna annað merki um ensku heldur en Bandaríska fánan. Núna þegar Bandríkjamenn eru að fara í árásarstríð á hendur saklausum mönnum til þess að þykjast vera að berjast á móti hinum svokölluðu hryðjuverkum. Við eigum alls ekki að blanda okkur í slíkt.
Olli1610573719
MemberSæll aftur Halldór!
Þar sem aðstæður hér á landi (veðurfarslega) hafa verið eins og á slöku hausti þá má allt eins leiða líkum af því að það séu klifuraðstæður í Þórisjökli.1610573719
MemberÞað má gleyma Glymsgili núna en einu ísaðstæður sem eru í nágrenni Reykjavíkur eru sennilega í Eilífsdal. Eins og hann er rosalega skemmtilegur uppgöngu.
Olli -
AuthorPosts