Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
1610573719
MemberÞað er ekkert mál að klifra á Mt. Blanc ef þig gerið það almennilega. Farið upp í fyrstu ferð með Midi kláfnum og strollið niður á Mer du Glasse og gangið upp hlíðina sem er þar(mig minnir að fjallið heiti Mt. Blanc du Tacul er samt ekki viss) og puðið heilan dag þarna uppi og takið síðasta kláf niður og aftur í bjórinn og afslappelsið og takið tindinn 2 til 3 dögum seinna með stæl. Þetta svínvirkar. Það geta allir lent í hæðaveiki en þið minnkið möguleikara á því með því að trappa ykkur upp svona. Hæðavekið virðist leggjast þungt á suma án tilllits til getu, forms eða líkamlegs ástands. Bara sumir lenda illa í þessu og aðrir ekki þannig er þetta nú bara. Ég held nú samt að það sé nú mikill minnihluti manna með þennan veikleika.
Olli1610573719
MemberJá endilega, það voru komnir um 8 manns sem voru orðnir ákveðnir.
Olli1610573719
MemberJú alveg rétt ég er öldungis alveg sammála Ívari í þessu máli. Ég tel að þetta sé óheppilegt orðalag hjá Mogganum, þeir hefðu átt að segja jeppamenn. Ég vil alls ekki setja mig í flokk með mönnum sem truntast um fjöllinn á ofurskóuðum jeppum og jepplingum með nokkur hundruð lítra af jarðefnaeldsneyti undir rassinum. Ég get ekki annað en glaðst fyrir þeirra hönd að fá kikk út úr því en ég(þrátt fyrir háan aldur) er ekki ennþá vaxinn upp í það hlutverk. Ekki veit ég hvort við getum farið fram á verndun á heitinu Fjallamenn en við verðum bara að láta heyra í okkur og láta verkin tala.
Ívar láttu verkin tala(eins og þú oftast gerir) í Chamonix.
Olli1610573719
MemberJú ég sá spaugstofuna og þeir tóku þetta bara nokkuð vel. Þeir taka greinilega vel eftir öllu sem gerist .
Olli1610573719
MemberTakk fyrir Ívar.
Eins og þér er kunnugt um verður Alpaklúbburinn með ferð á Hrútfellstinda helgina 17-18 apríl og verður að sjálfsögðu farið úr bíl í bíl í einu gói (ekkert slór) Þetta eru góðar upplýsingar og nýtast vel. Áætlunin er að fara einhverja góða leið upp eystra Hrútfjallið og síðan niður Hafrafellið.
Klifurkveðjur Olli1610573719
MemberSæll Ragnar! Jú alltaf alveg sjálfsagt að hreinsa loftið ekki er vanþörf á því í þetta skiptið.
Eg segi það nú sem stjórnarmaður í Ísalp að það sé sjálfsagt að láta menn vita hvert fyrirhugað er að fara áður en farið er á fjöll. Þetta er nokkur sem margir trassa. En hvern á að láta vita?, klifurfélaga heima í Reykjavík eða þjóðgarðsvörð eða Landsbjörg?? Við Ísalparar erum margir hverjir frekar vanir ferðamenn þó svo að þar inn á milli séu undir og óvanir ferðamenn. Ég persónulega hef oftast látið félaga mína eða fjölskyldumeðlimi vita af fyrirhuguðum ferðum mínu og ef þetta er ferð á vegum Ísalp er það á vef Ísalp hvert menn ætla. Eftir því sem ég hef heyrt frá þeim aðilum sem hlut áttu að máli þá var alls ekki ætlunin hjá fólki því sem þeir töluðu við á staðnum að hleypa þeim á jökulinn. Það var ausið í þá svívirðingum um að þeir væru nú meiri asnarnir að finna ekki eitthað annað fjall að fara á því það væri nóg af þeim á Íslandi. Ég hefði nú persónulega bara labbað þarna í gegn þrátt fyrir hótanir viðkomandi aðila. Það er alltaf hægt að reyna að bæta öryggi útivistafólks og persónulega held ég að besta aðferðin til þess sé að fræða fólk og gera það færara um að bjarga sér á fjöllum heldur en boð og bönn. Það er alveg á hreinu að ef farið verður út í tryggingu til að fá leyfi til að fara inn í þjóðgarðinn þá megið þið bara eiga hann. Það verður mjög áhrifarík aðferð til að fækka fólki á staðnum ef það er það sem þið viljið. Ég held að Ísalparar séu ekki of góðir að láta vita af ferðum sínum ég held að það séu all flestir hópar sem þarna fara um sem geri það án þess að tilkynna sérstaklega mönnum á staðnum um ferðir sínar. Ég vil benda á að á hverju vori fara fjölmargir hópar á Hvannadalshnjúk án leiðsögumanns og mér er til efs að þeir tilkynni það til þjóðgarðsvarðar. Þarna eru á ferðinni hjálparsveitarmenn og hópar með reyndu ferðafólki og í sumum tilfellum óreyndir fjallamenn.
Kveðja Olli1610573719
MemberJá svona er kaninn algerlega óþolandi með endalausan yfirgang. Ég legg til að við fjölmennum austur og bara löbbum í breiðfylkingu upp jökul bara til að sýna þeim að þetta sjálfskipaða vald þeirra dugir ekki hér á landi þó svo að það virki annars staðar. Ég legg til að byrjaði verði að ganga þar sem umræddum jólasveini hefur verið plantað. Það er alveg víst að ekki mun ég berja þessa filmu augum he he.
Það er kannski hægt að sýna þeim í verki hvaða land er “land of freedom”
Olli kanavinur! (enda búinn að eyða 8 árum æfinnar í þessu guðsvolaða landi.)1610573719
MemberVið erum að reyna að koma öllum sem ætla að fara með bíl á bíla. Eru þið með eitt eða tvö sæti auka. Ég er þegar kominn með 3 aukafarþega í bílinn minn. Eru aðrir sem ætla á bílum en við????????
Olli1610573719
MemberÞetta verður rætt nánar í kvöld í húsnæði Ísalp. Það er rétt að menn ættu að vera í samfloti.
Ísklifurkveðjur Olli1610573719
MemberEf snjór heldur áfram að kyngja svona niður verða menn að vera á varðbergi fyrir snjóflóðum og hafa Ýlana með sér undantekningarlaust.
Olli1610573719
MemberÞað er eins gott að það verðir einhver ís þarna. Það var einn ævintýramaðurinn að labba upp i flugvél í Sydney Ástralíu í sumarverði gagngert til að mæta á íklifurfestival á Íslandi!!!!!
Hann lendir á morgun og hélt að festivalið væri í Öræfasveit og vissi ekki annað en að það væru vetraraðstæður hér.
Olli1610573719
Memberjá ég má til með að segja eitthvað um þetta án þess að hafa litið í Ísalp tímaritin þá er Kalli nú alveg örugglega í Þórisjökli í leiðinni vinstra megin við Október fest. Næsta mynd gæti verið af Orion en samt eiga ekki að vera svona tvær lænur upp á brún. Ef þetta er ekki Orion þá gæti þetta verið úr Öræfasveitinni.
Síðasta myndin er sennilega Múlafjall á stað sem ég kalla alltaf Þrennuna(þar eru þrjár leiðir) klifrarinn gæti verið PS sjálfur.
Olli1610573719
Memberjá ég má til með að segja eitthvað um þetta án þess að hafa litið í Ísalp tímaritin þá er Kalli nú alveg örugglega í Þórisjökli í leiðinni vinstra megin við Október fest. Næsta mynd gæti verið af Orion en samt eiga ekki að vera svona tvær lænur upp á brún. Ef þetta er ekki Orion þá gæti þetta verið úr Öræfasveitinni.
1610573719
MemberNæsta mynd komin og ég ætla mér að halda aftur að mér og leyfa hinum að geta.
1610573719
MemberSammála hér
Olli1610573719
MemberÞað var aldrei inn í myndinni að kalla fossinn Paradísarheimt heldur heitir Orginal leiðin paradísarheimt og leiðin þar lengst til hægri heitir (strompurinn að því að mig minnir) Þetta gerist oft að heilir fossar fá heiti leiða í þeim og er það alveg sjálfsagt að hlusta á þá sem reyndari eru og þekkja aðstæður betur en við malbikararnir. Allar slíkar ábendingar eru vel þegnar sérstaklega í ljósi þess að ef gera á klifurleiðbeiningar fyrir ísklifursvæði hér á Fróni
1610573719
MemberRísandi er vinstra megin og stígandi er hægra megin af þessum tveimur olli
1610573719
MemberYfisilonið mundi þá vera Stígandi (mjög skemmtileg leið)
Furðulegt að sjá engan þar maður hefði haldið að þar yrði örtröð!!!Olli
1610573719
MemberTakk fyrir Ívar frábært að fá þessar fréttir. Glymsgilið er yfirleitt þannig að fyrir ókunnuga sjá þeir ekki mikinn ís í gilinu fyrr en þeir líta aðeins upp(langt upp)
Er þá gengt inn gilið eða þarf að síga niður
Olli1610573719
MemberVá fast skotið í allar áttir. Er ekki mergur málsins í hnotskurn að menn takast á um það hvort göfugra sé að nota hendurnar eða fæturnar til að komast upp brattann. Ekki ætla ég að leggja dóm á hvort er betra en svona bara til að skerpa aðeins á skilunum
Olli1610573719
MemberÉg held að þeir hafi ekki áhuga á að gá af þessu , þeir eru ekki í jafn hörðum efnum og við sunnan menn, þ.e. í púðrinu en ekki fasta forminu.
Olli1610573719
MemberÞað var planið hjá mér að fara í Grafarfoss á sunnudeginum en ég var blásaklaus að renna mér á skíðum í Bláfjöllum á laugardeginum þegar einhver bretta dúddi var að stytta sér leið í skálann og renndi sér þvert á mig. Mér var sagt þetta því ég man ekkert hvað gerðist en steinrotaðist í smá tíma og brákaði tvö rifbein en brettarinn var nægjanlega viti borinn til að forða sér áður en ég raknaði úr vímunni. Af þessum sökum var ég eins og naut í flagi að óskapast yfir veðrinu í gær og geta ekkert leikið mér en það kemur dagur á eftir þessum he he Olli
1610573719
MemberÞess ber að geta fyrir þá yngri og óreyndari að stórhættulegt getur verið að klifra undir Eyjafjöllum þegar sól skín eins og núna um helgina. Ef menn ætla að klifra þarna er best að leggja snemma af stað áður en sól nær að skína á ísinn því hrun getur verið mjög varasamt þarna þegar sólin tekur að hita upp ísinn.
Eyjafjöllin eru nú samt toppstaður að klifra því ganga frá bíl í klifur er yfirleitt um 5 mínúttur svona rétt til að hita upp kroppinn fyrir átökin.
Olli1610573719
MemberFrábær hugmynd hjá þér og vonandi mæta sem flestir.
Olli1610573719
MemberSammála Jóni Hauki, tveggja tíma akstur og klukkutíma ganga og hálftími í að græja sig það gera þrír og hálfur tími og menn varla farnir að klifra fyrr en um 12 leitið og komnir heim um miðnætti. Það væri nú betra að nýta þessa stuttu skímu okkar til klifurs en aksturs og göngu. Ég held að 7 úr bænum sé nú bara það seinasta sem maður getur hugsað sér.
Olli -
AuthorPosts