AB

Forum Replies Created

Viewing 15 posts - 176 through 190 (of 190 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Kerlingareldur #48082
    AB
    Participant

    Gott að sjá að menn hafa skoðanir á hlutunum.
    Ég er ekki sammála því að lífið verði eitthvað óviðráðanlega flókið og erfitt þótt við notum líka alpagráðukerfið á leiðir í fjalllendi. Munum að við erum ekki að tala um einhverjar 500 klassískar gæðaleiðir sem þannig ætti að gráða. Alpagráðukerfið hefur verið notað hérlendis, t.d. talsvert í Öræfasveitinni og gott ef Ívar og co. settu ekki alpagráðu á sína stórglæsilegu Postulínsleið fyrir þremur árum. Það er því enginn að tala um að finna upp hjólið á ný.
    Þau rök að menn nenni ekki eða finnist of flókið að nota alpagráður finnast mér heldur vesældarleg og halda varla gegn þeim rökum að það geti verið hættulegt að hafa einungis tæknilegar gráður á lengri leiðum í fjalllendi. Það er rökrétt að taka með í reikninginn alvarleika leiða. Alpakerfið er vel til þess fallið að gera það.
    Sá sem er byrjandi í klettaklifri hérlendis þarf ekki læra mörg kerfi eins og Halli A skrifaði hér að ofan. Yosemite kerfið er allsráðandi í klettaklifri hér, búldergráður eru varla notaðar hérlendis svo þetta er í raun eitt skitið kerfi sem byrjandinn þarf að læra. Það er nákvæmlega ekkert erfitt við að setja sig inn í þetta.

    Ég get ekki séð hvernig hægt er að vera á móti því að heildarerfiðleiki og alvarleiki alpaleiða komi fram með einum eða tveimur bókstöfum. Auðvitað skiptir þetta litlu máli fyrir þá sem eru eingöngu sportklifrarar, þeir geta bara sleppt því að læra inn á þetta. Þótt ævintýramennskan hafi eitthvað dvínað í klifrinu hérlendis, er og verður vonandi alltaf til fólk sem vill líka gera eitthvað annað en að fara á vellina ( þótt það sé náttúrulega frábært að klifra þar líka ).

    Mergur málsins er einfaldur. Heildarerfiðleiki og alvarleiki alpaleiða á að koma fram auk tæknilegrar gráðu. Er hægt að mótmæla því?

    Og Hjalti, það er best að nota kort til að finna bestu leiðina út úr bænum, leiðirnar eru gráðaðar eftir dæmigerðum umferðarþunga á föstudagseftirmiðdegi. Ekki ætla þér um of í leiðarvali:)

    Kv, Andri gráðukall

    in reply to: Kerlingareldur #48078
    AB
    Participant

    Iss, svona mórall… Ef það er einhverjum ofviða að læra nokkur gráðukerfi utanbókar þá er sígilt ráð að kaupa sér minnisblokk og bara nótera þetta hjá sér og taka með í klifurferðir svo viðkomandi muni örugglega hvað hann er að fara út í. Svo er bara að MUNA að beygja til hægri af Vesturlandsvegi til að fara austur, annars bara beint áfram.
    Kv, Andri

    in reply to: Búhamrar – topo #48069
    AB
    Participant

    Ekki er til annar leiðarvísir um Búahamra en sá sem var gefinn út í Ísalp-ritinu ´86. Þá voru engar boltaðar leiðir á svæðinu. Ég veit um tvær boltaðar leiðir fyrir utan þær sem þú nefnir sem ég hef þó ekki farið en það eru Gandreið og Plankastrekkjarinn. Þú verður að spyrja einhvern annan um nákvæma staðsetningu Svo eru náttúrulega nokkrar erfiðar leiðir og Vítisbjöllur 5.12c þar vinsælust. Einnig eru nokkrar ágætis dótaleiðir í hömrunum.
    Í Vesturbrúnum er Heljareggin sennilega vinsælust. Fín leið í ca 5-8 spönnum af gráðu IV ( ca 5.5-5.6 ). Gráðan segir þó ekki alla söguna, á stöku stað er ekki gott að tryggja og er leiðin ekki byrjendaleið.
    Virkið í Esjunni hefur ekki fengið margar heimsóknir síðustu ár. Ég og Unnur Bryndís klifruðum einhverskonar leiðarskrípi þar upp og á ská síðasta sumar og höfðum gaman af. Mönnum fannst þetta nú vera óttaleg vitleysa að ana þangað upp (það er miklu notalegra að fara á Vellina, sjáðu til) en af hverju ekki að prófa? Þetta er samt frekar hættulegt og laust og ekki hægt að mæla með þessu sérstaklega…:)

    Kv, Andri

    in reply to: Vakna #48071
    AB
    Participant

    Voru þetta flubbar? Bara svona datt það í hug…

    Kv, Andri

    in reply to: meira tapað fundið #48058
    AB
    Participant

    Hvernig er þetta með þig Jónki, ertu alltaf að týna klifurdótinu þínu? Man ekki betur en ég hafi fundið túttur í þinni eigu í Stardalnum fyrir svona 2-3 árum. Svei´attan bara.

    in reply to: Austurveggur Þverártindseggjar #47997
    AB
    Participant

    Þetta er alveg magnað, af myndunum og frásögn að dæma. Virkar sem tilhvötun ( e. motivation ). Aftur til hamingju.

    Hvað varðar klifurgráður á Íslandi þá væri mjög áhugavert að taka upp gráðu-umræðu á ný. T.d. finnst mér skrýtið að sumar leiðir fái bara tæknilega gráðu en ekki líka klassísku alpagráðuna ( F uppí ED). Alpagráðurnar segja til um heildarerfiðleikana og hætturnar sem fylgja tiltekinni leið. Leiðirnar Einfari í Eilífsdal og Heljaregg í Vesturbrúnum eru gott dæmi um þetta. Einfarinn er ís og snjóleið af 2/3 gráðu. Leiðir af þeirri gráðu eru ekki tæknilega erfiðar. Margir sem geta leitt WI 3 í ís eiga samt ekkert erindi í Einfarann því leiðin er tiltölulega langt frá mannabyggðum, snjóflóðahætta talsverð og fleira í þessum dúr. Heljareggin er ekki tæknilega erfið heldur, fær IV gráðu sem samsvarar kannski 5.5-5.6. Samt er Heljareggin ekki byrjendaleið. Væri ekki eðlilegt að hafa alpagráður á svona leiðum? Þá þyrftu útskýringar á hverri gráðu að vera skýrar og aðgengilegar. Hvað með að hafa gráðutöflu á síðunni? Er það of bandarískt?:-)
    Sumir myndu sjálfsagt segja að þetta skipti ekki máli því klifursamfélagið væri svo lítið og flestir sem byrjuðu að klifra gerðu það í samfloti með reyndari einstaklingum. Einnig er hægt að benda á að almenn skynsemi ætti að hjálpa fólki við að ákvarða eigin getu og reynslu. En stundum er metnaðurinn og löngunin reynslu og getu yfirsterkari. Ýmis slys, t.d. í Grafarfossinum, sanna það að ekki allir vita hvað þeir eru að gera.

    Um daginn mætti ég tveimur strákum í brekkunni uppi í Stardal. Þeir voru með 10 stykki af glænýjum tvistum og ónotaða línu og voru að fara að prófa græjurnar. ,,Er ´etta ekki allt boltað?!?” , spurðu þeir þegar við mættumst og voru alveg geysilega hissa á því að svo væri ekki.

    Bara svona pæling….

    Kv, Andri

    in reply to: Ívar og Einar að massa #47993
    AB
    Participant

    Já, til hamingju með þetta. Hljómar sem allsvakaleg leið. Bíð spenntur eftir skráningu og myndum.

    Kv, Andri

    in reply to: Nordurlandamotid i sportklifri #47964
    AB
    Participant

    Velkomnir heim. Ég gat nú ekki alveg lesið úr þessum úrslitalistum enda arfaslakur í skandenavisku. Hvernig gekk þetta?

    in reply to: Boltun #47957
    AB
    Participant

    Það fer nú töluvert eftir gerð leiðarinnar, það er ekkert gaman að detta í slabbleið eins og Eilífnum, Stefán ekkilengurformaður getur vitnað um það:)

    in reply to: Efni á ensku #47948
    AB
    Participant

    Klettaklifurnámskeiðið verður á sínum stað, það varð smá bið á auglýsingu þess en þetta birtist fljótlega. Ég er alveg sammála með enskuna, henni þarf að bæta við. Dagskráin er heldur ekki fullgerð og fleiri liðir eiga eftir að koma á næstunni (meirihluti dagskrárnefndar er námsfólk í próflestri eins og stendur…). Vonandi verður fólk svo virkt og mætir í dagskrárliðina.

    Kveðja, Andri.

    P.s. Endilega komið með ábendingar um dagskrána, hvað má bæta o.s.frv.

    in reply to: Mynd dagsins 23. apríl #47945
    AB
    Participant

    Þess má svo geta að Svarfaðardalur ( + Skíðadalur )er fallegasti dalur í heimi. Þannig er nú það.

    Andri.

    in reply to: Einfara “Solo Climbing” #47932
    AB
    Participant

    Þetta var sniðugt Palli. Ágætt að reyna að hnoða líf í umræðusíðuna.

    Stundum hefur þeim sem stunda sólóklifur verið skipt í tvo hópa. Annars vegar reyndir klifrarar sem þekkja getu sína og takmörk og hins vegar óreyndir klifrarar sem vita engan veginn hvað þeir eru að gera og enda með því kála sér í einhverju klúðri.

    Sem ungur, lítt reyndur klifrari lít ég upp til þeirra sem hafa unnið afrek í klifrinu. Að sólóa erfiðar klifurleiðir í fjöllunum er visst afrek. Því lít ég upp til þeirra sem nýta reynslu sína og hæfileika til að einfara klifurleiðir, gera það fyrir sjálfa sig og njóta upplifunarinnar (og eiga helst ekki konu og fjögur börn á aldrinum 2-14 ára heima við).
    Menn allt frá Jóni Geirs til Mark Twight virka því sem hvatning á mig þó ég stundi ekki sólóklifur.

    Þeir sem sólóa vilja ekki deyja frekar en flestir aðrir, en því miður gerist það nú samt. Eigingirnin í sólóklifri er augljós því harmurinn er þeirra sem eftir lifa. Samt getur enginn bannað fólki að sólóklifra. Einmitt í þessu felst fegurð klifursins. Fólk gerir það sem það vill, á þann hátt sem það vill.

    Það hefur ekki verið og mun sennilega aldrei verða veruleg fækkun í íslenska klifursamfélaginu vegna sólóslysa. Ekki nema Birgitta okkar Haukdal dragi með sér inn í klifursamfélagið, skara af óvita klifrurum í kjölfar auglýsingaherferð Rís súkkulaðis:)

    Andri.

    in reply to: Extreme Ironing!! #47804
    AB
    Participant

    Hvernig er tetta á félagsfundum hjá straujaraklúbbnum?
    ,,Já, ég var ad panta mér Moulinex 2CX Ultrahot straujárn á netinu, 2003 módelid. Tad kemur á fimmtudaginn. Djöfull skal ég fara og strauja um helgina!”

    Madur reynir bara ad vera skilningsríkur.
    Kv, Aarhus

    in reply to: Ársritið – on the cover of the Rolling Stone #47757
    AB
    Participant

    Ja hérna. Sissi er greinilega að missa sig algjörlega. Gaman að því. Það er rétt að óþarfi er að vera með dylgjur í garð brettafólks, en ég held nú að meginþorri Ísalpara sé ekkert að agnúast út í brettin og brettafólk. Hins vegar er það staðreynd snjóbretti hafa ekki hingað til tengst fjallamennskunni eins sterkum böndum og telemark og fjallaskíði af þeirri einföldu ástæðu að bretti eru þung í burði ( þungar byrðar=leiðindi) og henta ekki vel til uppgöngu fjalla þó að sjálfsögðu megi axla plankann og þramma af stað. Ekki mundi ég nú samt vilja klifra bratt, með brettið á bakinu.
    Það þýðir ekkert að vera í fýlu þótt þróun íslensks fjallamennskusamfélags sé á því stigi að telemark er stærri hluti þess en snjóbretti.
    Annars er lang skemmtilegast að klifra….
    Ég læt eina stöku fljóta með:

    Telemark er tussusport
    tilgangslaust á fjöllum.
    Slappleiki af þeirri sort
    skemmtir ekki öllum.

    Þar með hef ég væntanlega fyrirgert rétti mínum til að mæta á Telemarkfestivalið. Amen.

    in reply to: Jólaklifur á laugardag #47636
    AB
    Participant

    Ætli það verði ekki skundað í Klifurhúsið, einu von klifrara á þessum hörmulega vetri. Þó ekki sé þar ís að finna (nema þá helst í sjoppunni) er alltaf ágætt að sprikla eilítið í veggjunum og fá blóðið í gang. Ef fólk er að tapa sér í ísklifurpælingum, þá er par af plastöxum í afgreiðslunni sem má brúka til klifurs á veggjunum, en þá er alveg bannað að sveifla öxunum, bara húkka!
    Ekki þarf þó að sökkva sér í sorgir yfir rigningunni, því á laugardagskvöldið verður hið árvissa jólaglögg klúbbsins. Ég ætla ekki að missa af því. Í fyrra var stemmningin góð og nú verður hún enn betri í nýju húsnæði. ATH auglýsingu um glöggið á vefnum.
    Sjáumst, AB.

Viewing 15 posts - 176 through 190 (of 190 total)