Vötnin vaðin

Home Forums Umræður Almennt Vötnin vaðin

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44626
    0801667969
    Member

    Rölti mér héðan frá Stóru-Mörk í gær yfir Markarfljótið og í kaffi í Háamúla í Fljótshlíð. Sömu leið til baka. Fljótið svona rétt yfir hné.

    Oft hefur maður svo sem gert þetta áður en kannski upplifði ég þetta fyrst sem nýja tegund “láglendisferðamennsku” ólíkt öllu öðru.

    Þarna er maður einn og engin hætta á að rekast á annað fólk hvað þá tækjaumferð. Þarna er maður að kljást við vatnið en í því er heilmikið landslag. Ekki sakar hinn magnaði fjalla- og jöklahringur sem umvefur mann á þessum slóðum.

    Kannski þetta sé eitthvað til að gera út á, selja mönnum ævintýri? Nei er ekki ágætt að hafa eitthvað út af fyrir sig án þess að peningar séu að flækjast fyrir?

    Kv. Árni Alf.

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.