Var að berast – notum hjálma

Home Forums Umræður Almennt Var að berast – notum hjálma

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45384
    0309673729
    Participant

    Sælir, ég fer stundum inná þessa síðu enda skemmtileg og fræðandi, en það sem mér finnst slæmt að sjá er það að notkun hjálma við klifur virðist ekki vera 100%. Af öllum áverkum sem fengist er við, verða höfuðáverkar að teljast alvarlegastir.

    Með kv. og von um úrbætur,
    Valur Þór Marteinsson
    læknir

    #50696
    1704704009
    Member

    Þetta er í sjálfu sér ágætis ábending. Margir eiga “hjálmasögu” í pokahorninu og geta vitnað um gagnsemina. Það er hins vegar lítið um að hjálmar séu notaðir á vissum klettasvæðum þar sem hrunhætta er talin nánast engin. Vera kann að myndir af því virki glannalega á fólk.

    En að fara hjálmlaus í ísklifur og fjallaklifur er náttúrlega svo glórulaust að það tekur engu tali. Samt hefur það gerst. Þeir sem “gleyma” hjálminum sínum eiga auðvitað að sætta sig við orðinn hlut og bíða í bílnum. Slys eru ekki einkamál fórnarlambsins heldur vandamál allra í hópnum. Að skrifa út ávísun á slys með annarri eins vítaverðri vanrækslu er hrein og klár ógnun við hópinn. Kannski ágætt að skerpa á þessari umræðu nú í vetrarbyrjun. Það er talsverð nýliðun í gangi (fjöldamet á byrjendanámskeið í ísklifri í fyrra og nemendur sópast nú á fyrirhugað námskeið í nóv.)

    Það er því alveg ástæða til að standa saman um það í Ísalpfjaölskyldunni okkar að hamra á örygginu. Það tapar enginn á því.

    #50697
    Smári
    Participant

    Ég persónulega nota alltaf hjálm (nema í top rope klifri þar sem engin hætta er á hruni) hef orðið vitni að falli þar sem klifrari flækti fót í línunni í fallinu, snérist og skall með hnakkann í vegginn, þar bjargaði hjálmurinn öllu….

    #50698
    2911596219
    Member

    … nema í topprope, hvað meinarðu?

    Svona til að styðja þessa spurningu mína þá get ég upplýst það að í sumar vorum við, ég og félagi minn, að klifra í Gígjöklli og festum í topprope.

    Það er engum blöðum um það að flétta að hefði ég ekki verið með hjálminn á höfðinu í klifrinu, þá væri ég ábyggilega ekki að skrifa þessa grein.

    Það sem skeði var einfaldlega það: að í miðju príli þá losnaði önnur ísöxin úr, og var það einmitt sú öxi sem ég var með allan þungan á, og skiptir það engum togum, að hún hreinlega dúndrast af miklu afli í höfuðið á mér, en þar var sem betur fer hjálmurinn …

    Svona til gamans, þá var ég töluvert lengi, eftirá, að spá í það hvernig það hefði farið ef ég hefði ekki verið með hjálminn – það hefði allavega ekki litið vel út, svo mikið er víst.

    … ég hef nefnilega gerst sekur um að klifra hjálmlaus – en aldrei aftur!

    #50699
    Smári
    Participant

    ég vil taka það fram að ég skrifaði “nema í top rope klifri þar sem engin hætta er á hruni” þá var ég að meina í klettaleiðum sem mikið hefur verið klifrað og klettarnir lausir við lausa steina (svoleiðis veggir eru allavega til í Noregi þar sem ég hef mest klifrað) svo og inniveggir. Ég myndi aldrei klifra ís án hjálms vegna þess að þar er jú ætíð hætta á hruni (fá ísmola í hausinn).

    #50700
    Gummi St
    Participant

    já, Gísli.. við pössum okkur á þessu í framtíðinni !! ekkert Eilífsdals-skúnkerí aftur…

    ég myndi örugglega frekar sleppa línunni en hjálminum núna þegar ég er búinn að vera aktívur í þessu í svoldinn tíma og veit hvað getur gerst… hehe

    kv. Gummi St.

    #50701
    2911596219
    Member

    hahaha … algjörlega sammála Gummi ..!

    Þetta var nú meiri þvælan þarna í fyrra “hjálmalausir” og vitlausir, en klifrið var alveg meiriháttar …

    Hey, komið þið ekki með á Þórisjölull, ha?

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.