Valdi og Marianne gera það gott í Frans

Home Forums Umræður Klettaklifur Valdi og Marianne gera það gott í Frans

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46850
    Siggi Tommi
    Participant

    Valdi og Marianne eru í Ceuse í Frakklandi að klípa í kalkstein.

    Skv. 8a.nu er Valdi búinn að fara þrjár 8a (5.13b) (þar af eina í flassi) og fjórar 7c+ (5.13a) (þar af eina í flassi) auk væntanlega hellings af lægri gráðum.
    Hef ekki fregnir af afrekum Marianne og væri gaman að heyra af þeim ef einhver veit eitthvað um málið.

    Bíðum spennt eftir 8b+…

    #53016
    2806763069
    Member

    *+/%#&! hvað drengurinn er sterkur!

    #53017
    Siggi Tommi
    Participant

    Ívar, farðu nú að gera eitthvað í vinnunni!
    Það liðu ekki nema 2 mínútur frá því ég póstaði þessu þangað til þú svaraðir… :)

    #53018
    2806763069
    Member

    USS !!!

    Það liðu nákvæmlega 22 mínútur frá því þú póstaðir þessu og þar til þú gast ekki stillt þig um að tékka hvort einhver hefði svarað! Menn eiga ekki að kasta steinum úr glerhúsum!

    Get mér til að þú hafir póstað erindinu, farið og náð í kaffi og svo tékkað á hvort einhver væri búinn að svara um leið og þú komst aftur!

    En Valdi er í fanta formi og ég veit um eitt stykki klifurpabba í Hafnafirðinum sem er að rifna úr stollti núna :)

    #53019
    valdimar
    Member

    Hey hey.
    Jamm dad er gaman ad klipa i kalksteininn her i céùse.
    eg skal sitja inn nyar leidir a svona fimm daga fresti (Vid forum til Gap a hvildardogum).

    Dad er klukkutima labb ad sveadinu alla klifurdaga en labbid er frabeart og klifrid er enn betra.

    Vid komum veantanlega heim i september :( en forum vonandi aftur ut sem fyrst og halda afram ad gera dad gott.

    Villtu sja myndir?
    Her eru tvear sidur; lavinia-marianne.blogspot.com og http://picasaweb.google.com/der.steen/

    Keara klifur kvedjur til ollum ahugamonnum heima.
    O,, eg er ad pota i franskt lyklabord, sorry :)

    #53020
    Siggi Tommi
    Participant

    Las það einmitt á blogginu að bæði Marianne og Eyþór hafi rauðpunktað 7b+ (5.12c) og skilst mér að það sé bæting hjá þeim báðum.
    Til lukku með það.

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.