Um gerð vefsíðunnar

Home Forums Umræður Almennt Um gerð vefsíðunnar

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #45922
  0309673729
  Participant

  Við gerð síðunnar hafði ég fyrst og fremst í huga, að hún væri nytsamleg og þægileg í notkun fyrir félaga í ÍSALP, og aðra áhugamenn um fjallamennsku. Einnig að uppbyggingin væri stílhrein og einföld. Ég vona að þetta hafi lukkast sæmilega.

  Hérna eru helstu punktar varðandi síðuna:

  Til að félagar geti á sem einfaldasta hátt fylgst með nýju efni á síðunni eru dagskráin, fréttir/tilkynningar, vísun á nýjar greinar og efni nýrra umræðuþráða að finna á forsíðunni.

  Efst á forsíðunni er dagskránna og nýjar greinar að finna. Neðar er fréttir/tilkynningar og umræður að finna. Þetta er svona sökum þess að fólk sem er að skoða síðuna í fyrsta skipti er gjarnan að leita að dagskránni og greinum. Félagar í ÍSALP sem gjarnan ætla að kíkja á fréttir og umræður, þekkja síðuna og vita hvar þær er að finna.

  Skipt er um forsíðumynd daglega. Sumar myndir birtast mörgum sinnum, en oftar en ekki verður þarna að finna áður óbirta mynd, gjarnan frá nýliðnum dagskrárlið.

  Efnisyfirlit er að finna neðst á flestum síðum. Það mun taka breytingum eftir því sem nýtt og fjölbreyttara efni bætist á síðuna.

  Í suma dagskrárliði er nú krafist skráningar. Hægt er fylgjast með hversu margir og hverjir eru skráðir.

  Auðvelt er að fylgjast með umræðum á síðunni. Á forsíðunni birtist hversu margir hafa svarað hverju erindi og þá hvenær síðast. Svörin birtast í einfaldri röð, þannig að nýjasta svarið er alltaf neðst.

  Við sumar aðgerðir þarf að innskrá sig á síðuna. Það er gert með kennitölu og lykilorði. Til að fá lykilorð þarf að nýskrá sig á síðunni. Það er afskaplega einfalt og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Athugið að þið ykkar sem eru skráðir félagar í ÍSALP eruð nú þegar skráð á síðuna. Þegar innskráningarglugginn opnast skulu þið því velja:
  “Styddu hér ef þú ert félagi í ÍSALP en hefur ekki fengið lykilo
  rð”

  Í efnisyfirlitinu er vísun á breytingarsíðu. Þar er afar auðvelt að breyta heimilisfangi, síma, netfangi og lykilorði. Þar er einnig hægt að velja hvernig tölvupóst viðkomandi fær frá ÍSALP. Flokkarnir eru:
  * Tilkynningar um nýjar greinar á vefnum:
  * Fréttir af ÍSALP og/eða fjallamennsku á Íslandi:
  * Tilkynningar um nýja dagskrárliði ÍSALP:
  * Tilkynningar um dagskrá Klifurhússins:
  * Tilboð um ferðir hjá fyrirtækjum sem bjóða leiðsögn á fjöllum:
  * Tilboð frá verslunum um ýmsar vörur tengdar fjallamennsku:

  Þegar ný ísklifurleið eða klettaklifurleið er nú hægt að setja inn allt að þrjár myndir af leiðinni. Ég breytti einni gamalli skráningu til að sýna hvernig þetta kemur út.

  Félagar í ÍSALP geta fengið úthlutað sínum eigin undirsíðum. Þar geta þeir sett upp síður með myndum og texta, sem hafa sama útlit og aðrar greinasíður á vefnum. Vísun á vel unnar og athygliverðar greinar mun síðan verða sett á forsíðu, kjósi höfundarnir það.

  #47624
  1211512009
  Member

  Til hamingu – bæði ÍSALP – og Helgi.
  Nýja síðan verður örugglega lyftistöng fyrir starfsemi klúbbsins, félaga hans og allra aðra, sem unna fjallamennsku og útisvist almennt. Kjörin vettvangur til skoðanaskipta, upplýsingagjafar og skemmtunar. Félagar verða því að vera duglegir að senda inn efni, bæði frásagnir og myndir. Ábendingar um leiðaval, ferðamöguleika, búnað og annað það, sem að gagni má koma. Eins er þýðingarmikið að safna netslóðum að síðum með áhugaverðu efni, bæði innlendu og erlendu. Bendi hér með á slóð lítillar ferðaskrifstofu í Swiss, sem selt hefur nokkrum íslendingum ferðir í skíða-safarí og þyrluferðir í Ölpunum. transalp.ch.
  Að lokum er rétt að benda fólki á að leggjast á bæn og biðja um snjó, á réttum stöðum!!

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.