Svar: Forsíðumyndir

Home Forums Umræður Almennt Svar: Forsíðumyndir

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45255
    2001503849
    Member

    Forsíðumyndir hafa verið góðar og gaman að skoða nýja mynd á hverjum degi.
    Það hvarlaði að mér í sambandi við forsíðumyndir hugmynd um að þeir/þær sem hefðu myndir frá ferðalögum erlendis, frá sl. ári kæmu þeim á framfæri. T.d. toppamyndir frá einhverjum fjöllum í eða utan Evrópu. Ekki væri lakara að stutt frásögn fylgdi með.
    Svo langar mig að forvitnast um hvort einhver gæti sagt frá reynslu sinni við að klífa Matterhorn. Uppganga freistar en reynsla og kunnátta er klén.

    Góð kveðja, Broddi Bjarnason

    #49397
    0309673729
    Participant

    Hljómar dálítið eins og “síður félaga”, ekki satt. Það mætti vel birta góðar myndir af síðum félaga á forsíðunni.

    kveðja
    Helgi Borg

    #49398
    2401754289
    Member

    Matterhornið var ein skítahrúga, allavega þegar að ég var þar! Horfði á N-hlíðina í nógulangan tíma til að sjá að það yrði sjálfsmorðstilraun (reyndar seinnt í seasoninu) og endaði með æfingu í að forðast að verða fyrir grjóti annara fyrir ofan á Klassísku-leiðinni!
    Stórt stk af topp-hluta fjallsins hrundi niður ekki fyrir löngu síðan…
    Freon

    #49399
    1704704009
    Member

    Friðjón, ég hef líka áhuga á þessu. Fórstu semsagt upp Hörnli leiðina? Hvenær var þetta? Vesen að rata? Þurfirðu að tryggja mikið? Mikið um að fólk sé að skíta þarna í klettunum? Klósettpappír fjúkandi? Var skrölt að fara niður líka? Eitthvað sigið? Myndi leiðsöugumaður gera gagn? Er hægt að taka einn á leigu t.d. eingöngu á summitdag, eða hafa hann í 3 daga eins og margir gera kröfu um gagnvart kúnnum sínum?

    Geturðu líkt uppgöngunni við eitthvað hér heima? Þumall, Hraundranginn, Úlfarsfell….Öskjuhlíð….

    #49400
    2401754289
    Member

    Já, fór upp Hörnli eftir að hafa hætt við hinar leiðirnar bæði vegna snjóflóðahættu og grjóthruns!
    Það er ekki erfitt að rata leiðina þar sem hún fylgir hryggnum upp, stundum þarf að fara aðeins hægra meginn á feisið en ef þú ferð alltaf aftur á hryggin þá er þetta greiðfært. Gæd gæti verið málið ef þú villt vera fljótur upp og niður þar sem þeir þekkja leiðina eins og lófan á sér. Held að þú getir haft gæd í einn dag ef rétt er farið að (ég vinn með nokkrum Svissneskum fjallagædum og get komist að því).
    En ég mæli með að klifra eitthvað annað sem er skemmtilegra og meira solid. Kannski ef Matterhornið er must þá er ekki slæamt að kíka á Ítalíu hliðina, aðeins erfiðari en minni troðningur!

    Freon

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.