Snjóflóðasíða Veðurstofunar

Home Forums Umræður Almennt Snjóflóðasíða Veðurstofunar

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46140

    Á forsíðu [url=http://http://vedur.is/#syn=snjoflod]vedur.is[/url] er komin snjóflóðasíða með upplýsingar um snjóflóð sem hafa fallið og athugasemdir frá snjóeftirlitsmönnum. Áhugavert. Þarna inni væri gaman að sjá með tímanum frekari upplýsingar frá snjóeftirlitsmönnum t.d. um snjóalög og snjósöfnun.

    kv.Ági

    #57552
    0304724629
    Member

    Einmitt þegar ég ætlaði að fara að skrifa pistil um nýja snjóflóðasíðu, þá var Ágúst búinn að því! Það er búið að fara mikið púður í að tengja saman gagnagrunna til að láta flóðin birtast á réttum stöðum og nú er það loksins tilbúið.
    Kortið virkar svipað og jarðskjálftasíðan og sýnir stærð og hve langt er síðan flóðin féllu, viku aftur í tímann. Það er viðbúið að í fyrstu verði mest um flóð þar sem snjóathugunarmenn eru hvað virkastir en Veðurstofan biðlar til ferðalanga að senda inn upplýsingar í gegnum vefskráningarformið http://skraflod.vedur.is/skra/snjoflod/ en hnappurinn blasir við á síðunni.

    Snjóflóðavakt VÍ er búinn að vera með tilraunaverkefni í gangi í vetur um snjóflóðahættu í óbyggðum á þremur svæðum (Norðanverðir Vestfirðir, utanverður Tröllaskagi og Austfirðir)og vonandi verður sú spá opinber almenningi næsta vetur.

    Eins er langt komin vinna við ofanflóðavefsjá þar sem hægt verður að skoða upplýsingar um öll fallin flóð í gagnagrunni VÍ.

    kv
    rok

    #57554
    0801667969
    Member

    Skyldi vera búið að tilkynna þetta flóð á síðuna? Líkist reyndar meira hraðskreiðum skriðjökli en flóði. Takið eftir manninum í síðasta stól á leið upp í upphafi myndbands. Annars er merkilegt hvað lyftan gengur lengi.

    http://www.dv.is/frettir/2012/3/5/mognud-myndbond-af-snjoflodi-skidasvaedi/

    Kv. Árni Alf.

    #57560
    2006753399
    Member

    Frábært framtak hjá Veðurstofunni, eru einhverjar líkur á að veðurstofan veiti aðgang að gögnum snjóeftirlitsmanna? Hvað segir ROK?

    Það væri afar gagnlegt að geta skoðað öll þessi gögn sem þeir safna og tékkað t.d. á snjóprófílum við Dalvík fyrir skíðaferð á Tröllaskagann.

    Þá er bara að bíða þess að snjóflóðaspár verða aðgengilegar fjallafólki heima líkt og erlendis, (t.d. á avalanche.ca) og ekki væri verra ef spádeildin gæti tjáð sig um aðstæðurnar almennt fyrir helgar, öll þessi gögn og þekking eru til innan veggja Veðurstofunnar, vantar bara pressu frá þeim sem þurfa þessi gögn!

    kveðja frá BC
    -Róbert Þór

    #57561
    0801667969
    Member

    Það er búið snjóa mjög mikið í hvössum útsynningi (SV-átt) í fjöllum á SV horninu síðustu daga. Allur þessi snjór hefur allur sest í hlíðar sem snúa mót norðri og austri, ofan á ísað harðfenni. Að sjálfsögðu þá sest þessi snjór hvar sem hann finnur skjól. Hann sest því einnig í gil og hvilftir þó slíkt sé í hlíðum sem snúa í vestur.

    M.t.t. snjóflóða þá er ágætt að hafa þetta í huga.

    Hlíðar sem snúa mót suðri og vestri eru bara svellað harðfenni með engri snjóflóðahættu þessa dagana. Um hádegi morgun skellur á SA hvassviðri. Þá færist þessi snjór úr austurhlíðum í þær vestari, með hugsanlegri snjóflóðahættu þar.

    Menn eru eitthvað að velta fyrir snjóalögum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í stuttu máli þá hafa þau sjaldan verið meiri í manna minnum. Hvort eitthvað er að marka minni manna er hins vegar annað mál.

    Kv. Árni Alf.

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.