Simond Naja hamar tapaðist í nágreni Míganda

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Simond Naja hamar tapaðist í nágreni Míganda

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46598
    2802693959
    Member

    Klifraði Míganda (Grafarfoss) í morgun með Leibba.
    Stórkostlegar leið í stórkostlegum aðstæðum og allt það, enda gamall klassíker sem alltaf sýnir á sér nýjar hliðar. Þegar niður var komið vantaði hins vegar aðra exina á pokann. Óska nú liðsinnis ísklifrara sem stefna á svæðið á næstu dögum. Er eiginlega alveg 100% að ég var með hana í höndunum þegar ég kom upp á brún;-). Hún gæti því verið í snjónum við grjótið ofan við fossinn, eða það sem e.t.v. er líklegra, í gilinu, vestan fossins, þar sem gengið er niður. Þar lentum við Leifur snjóflóðasérfræðingur nefnilega í smá fleka sem fór af stað með okkur. Hugsanlega hefur hún dottið af þar. Það voru fleiri á svæðinu m.a. Atli, Doddi og Heiða Flubbi en þau fundu ekkert. Síðan var annað danspar sem kom á gólfið um það bil er við komum upp á brún.

    Þeir sem vilja minnast mín með tvær axir mega hringja í 6606595
    Takk,
    Jón Gauti
    p.s. notabene… klifruðum sama kertið og Guðjón og Palli sjá…
    http://picasaweb.google.com/pallsveins/Grafarfoss_des_2008#
    … en vorum myndavélalausir.

    #53430
    Björk
    Participant

    vá hvað allir eru duglegir, VIRKUR dagur og bara endalaust margir hópar á ferðinni!

    Vinna er ofmetin!

    #53431
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það er nú háf hallærislegt að koma því að en ég tapaði öðrum undanyfirvetlingnum mínum á svipuðum slóðum.

    kv.
    Palli

    #53432
    2506663659
    Participant

    Það eru einhver álög í gangi þarna. Var svo heppin að Palli tók eftir því að aðrað exina vantaði á pokann hjá mér þegar við vorum rétt að koma niður úr klettahaftinu. Fann hana aðeins ofar :) Þín er örugglega þar Jón.

    kv,
    Guðjón

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.