Óhöpp og slys á fjöllum

Home Forums Umræður Almennt Óhöpp og slys á fjöllum

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45528

    Vil vekja athygli á nýrri frétt á forsíðu um fundinn sem haldinn var nýlega um öryggismál á fjöllum. Þar er m.a. óskað eftir frásögnum af óhöppum en stjórn Ísalp hefur hug á að hefja skráningu á óhöppum og slysum sem verða við fjallamennsku hér á landi.

    Það er um að gera að safna saman reynslusögum svo hægt sé að læra af óhappaatvikum. Á væntanlegri nýrri vefsíðu klúbbsins verður vonandi sérsvæði þar sem fjallað er um þessi mál þar sem hægt er að lesa um eldri óhöpp.

    #54019
    0801667969
    Member

    Ef menn hafa áhuga á að lesa um slys eða reyndar hvað sem er þá er vefurinn timarit.is nokkuð fróðlegur. Þarna hafa dagblöð verið skönnuð inn síðan 1940 eða fyrr. Leitarorð er slegið inn og svo einnig velja um dagblað tímasetningar o.fl.

    Dæmi um leitarorð: Gígjökli slys, Krossá slys svo ég nærtæk dæmi.

    Menn skyldu hins vegar athuga mjög vel að umfjöllun um slys í dagblöðum er oft mjög ónákvæm og hreint bull á stundum.

    Kv. Árni Alf.

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.