Myndasýning Danmörku

Home Forums Umræður Almennt Myndasýning Danmörku

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44647
    2806763069
    Member

    Sæl öll sömul
    Vegna einhverrar misskyldrar landkynningaráráttu hef ég komið mér í það að halda myndasýningu um klifur á íslandi hjá Danska Alpaklúbbnum núna á haustdögum.
    Því miður var ég afar seinn til að grípa Digital byltinguna og hef auk þess lítið klifrað á síðustu misserum. Ég á því ekki eins mikið af myndefni á stafrænum eins og ég hefði kosið fyrir þetta verkefni.
    Ef ÞÚ átt flottar myndir af Ís eða klettaklifir í handraðanum og er til í að lána þær í þetta eina verkefni þá máttu gjarnan senda mér þær í góðri upplausn á ivarfinn ( hjá ) hotmail.com.
    Líklega kemur engum sérstaklega á óvart að áherslan í þessu verður á Ísklifur og sérstaklega ætlaði ég að kynna fyrir baunanum ísfestivalið góða.
    Mig vantar því helst myndir af:
    Ísfestivölum
    Yfirlitsmyndir af svæðum Ís og klettar (Stardal / Hnappó)
    Stemmingsmyndir frá ís- og klettafestivölum (kvöldin)

    Skíða – ísklifur- og klettaklifur myndir koma sér einnig vel. Sérstaklega þegar myndirnar sýna vel aðstæður/svæði.

    Eftir einhverju er að slæðst fyrir okkur hér heima þar sem danirnir eru slatti góðir fjallamenn (lesis 14 / 2 eina ferðina enn). Það gæti því verið fengur af því fyrir okkar klifrarar að mynda tengsli við dani sem hafa svipuð áhugamál. Svo er jú alltaf gaman að fá útlendinga í heimsókn og danir eru góður félagsskapur.

    Sem dæmi um getu danana þá eru þeir með danskan Everest leiðangur í bígerð fyrir ´09 og síðasta vetur voru haldnar myndasýningar um danskar ferðir upp Comperssor Route og Eiger Nordwand auk þess sem einn dani skellti sér upp Cassing Ridge nú á vordögum.

    Allar myndir verða eingöngu notaðar í þetta verkefni og kynntar sem safn frá Ísalp.

    Með fyrirfram þökk,
    Ívar F. Finnbogason

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.