Lokast aðgengi að klifursvæðum?

Home Forums Umræður Almennt Lokast aðgengi að klifursvæðum?

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #44634
  Karl
  Participant

  Nú eru til umræðu á þingi ný náttúruverndarlög sem geta gert einstökum landeigendum kleyft að loka fyrir gangandi umferð.

  Þetta er í raun stórmál og brýnt að stjórn beiti sér innan Samút.

  19. gr.
  Umferð gangandi manna.
  “Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar.

  Þó er í sérstökum tilvikum heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og stiga för manna og dvöl á afgirtu óræktuðu eignarlandi í byggð ef það er nauðsynlegt vegna nýtingar þess eða verndunar”.

  Með seinni málsgreininni er landeigendum gefið frelsi til að hefta alfarið för gangandi fólks um láglendi á Íslandi ef þá lystir.
  Hugtökin ” sérstökum tilvikum” nýting eða verndun” – hafa verið túlkuð mjög vítt enda eru því engin mörk sett. Nóg að setja niður eina lerkihríslu og þar með er landið orðið “nytjaland” – í raun eru engar kvaðir settar á hvað átt er við með “nýtingu” og því mætti á grundvelli þessa ákvæðis nánast alltaf hefta för, öll tilvik verða sérstök, hið minnsta í augum landeiganda og þar með hefur almannaréttur verið afnuminn, utan afrétta.

  #58136

  Góð og þörf umræða hér. Gott og holt hverjum þeim sem stunda útivist að þekkja til náttúruverndarlaga og kynna sér þær breytingar sem verða á þessum lögum. Vill þó benda á að gildandi grein náttúruverndarlaga (nr. 14) um umferð gangandi manna er mjög svipuð. En þau lög hafa verið í gildi síðan 1999.

  Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.

  Umræðan hlýtur því að snúast um hvort þessi lítilsháttar breyting, breyti einhverju sem snýr að hagsmunum okkar Ísalpara og annara útivistarunnenda.

  Kveðja
  Raggi

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.