klifurveggurinn í Björk

Home Forums Umræður Klettaklifur klifurveggurinn í Björk

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46603
    1908803629
    Participant

    Ég er nokkurn vegin nýliði í klifurbransanum og sæki klifurhúsið nokkuð grimmt. Endrum og eins kíki ég í Björk til að komast í smá top rope og til að leiða – til að æfa mig fyrir sumarið.

    Það sem mér finnst skrítið er að oftast er ég, og félagi minn, sá eini að klifra á veggnum. Ef það er einhver þá eru það einhverjir krakkar sem vita lítið hvað þeir eru að gera þarna.

    Og nú spyr ég, hvert fara klifrarnir þegar þeir vilja komast í top rope og að leiða yfir vetrarmánuðina? Er það kannski málið að þið látið ykkur nægja að fara í boulder eða eruð þið eitthvað á móti Björk? Eða tekst ykkur að kmast í veggi hjá hjálparsveitunum eða annars staðar?

    Ég geri mér vel grein fyrir því að Björk mætti gera margt betur en fyrir mig eru aðrir kostir ekki í boði vilji maður komast í stærri veggi… eða hvað?

    Endilega baunið út úr ykkur skoðanir um þetta

    kv. Ágúst Kr.

    #49642
    2005774349
    Member

    Inniveggurinn hjá Björkunum er mjög fínn.
    Og ég efast um að nokkur hafi eitthvað á móti honum (allavega ekki ég).
    Klifurhúsið hefur átt í mjög fínu samstarfi við Bjarkirnar og við höfum farið þangað með námskeiðin okkar til þess að leyfa þeim að prófa klifur í línu.

    Hinsvegar er enginn veggur á Íslandi enn sem komið er sem býður uppá alvöru aðstöðu til þess að klifra í línu (12-15 m háa veggi).
    Þannig að flestir sem æfa, æfa stíft í Klifurhúsinu en kíkja svo endrum og eins í Bjarkarvegginn eða lauma sér inn með einhverjum hjá HSSR til þess að halda hæðargírnum í lagi.
    Síðan eru alltaf einhverjir sem skella sér til útlanda í klifur þegar skammdegið ríkir á Íslandi ; )

    Ég held að bestu klifuræfinguna megi fá með því að glíma sem mest við innigrjót yfir veturinn og skreppa svo endrum og eins til þess að fá smá fjölbreytni í hærri veggi.

    Þetta er mín skoðun,

    Hjalti Rafn.

    #49643
    1210853809
    Member

    Síðasta vetur þá æfði ég bara í bjarkarveggnum og lét það alveg nægja mér. En eftir þann vetur hafði ég fengið algjört ógeð á því að klifra sömu leiðirnar aftur og aftur og aftur og aftur…..! Þannig að ég fór í klifurhúsið í haust og sé ekki eftir því.
    En svona með vorinu er ég byrjaður að kíkja aðeins upp í björk og leiða aðeins og koma manni þannig aðeins í gírinn fyrir sumarið.
    Þetta allavega finnst mér ágætt, svo veit ég ekki hvað öðrum finnst. Ég veit bara um tvo aðra veggi en í björk og það er HSSR vegurinn og flubbaveggurinn.

    kv, Jósef

    #49644
    Siggi Tommi
    Participant

    Maður þarf nú ekki alltaf að klifra merktu leiðirnar, hvorki í Björk né KH.
    Um að gera að hafa hugmyndaflugið í lagi og mixa sínar eigin leiðir til að draga úr einhæfni og til að búa til verkefni sem henta viðkomandi (gripin þurfa ekki endilega að vera með límmiða eða vera í sama lit öll).
    Og svo ekki vera hrædd/ur við að detta. Læra að treysta þessu spottadóti því helmingurinn af þessu klifri er bara í hausnum á manni…

    Klifurkveðjur
    HSSR og KH klifrari nýkominn úr massaklifri í sólbökuðu Frakklandi…

    #49645
    0311783479
    Member

    siggi ertu með einhverjar myndir frá reisunni?

    -halli

    #49646
    Robbi
    Participant

    Nóg af myndum, þrjár digitalvélar voru með í för og komu heim smekkfullar af myndum. Erum að vinna í því að setja e-ð skemmtilegt saman. Myndir og ferðasaga væntanleg…
    Robertino

    #49647
    Siggi Tommi
    Participant

    Kyrfilega! :)

    #49648
    0702892889
    Member

    Alveg satt sem þú segir siggi tommi, en hinsvegar er það nú raunin að maður fær ógeð á að vera þarna samt sem áður, þarna eru litlar stelpur að æfa fimleika, flestar að æfa einhverjar dansrútínur og músíkin sem er skelfileg, er síendurtekin, trekk í trekk þangað til maður er alveg að flippa út.
    Hefur líka borið á töluverðum móral þarna:( því miður

    kv.andri

Viewing 8 posts - 1 through 8 (of 8 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.