Ísalparar í skottúr til Grænlands

Home Forums Umræður Almennt Ísalparar í skottúr til Grænlands

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47341
    2308862109
    Participant

    Fórum góður hópur í 3 daga ferðalag til Grænlands að steggja hann Geira þar sem hann er að fara að missa sjálfræði 20 ágúst.
    Auðvitað var ferðin bara snilld. Klifruðum eitt mjög flott fjall nálægt Tasiilaq sem heitir Polhems fjeld.

    myndir frá Sissa hérna
    https://picasaweb.google.com/104240981616495770314/GrNland2011?authkey=Gv1sRgCKLioZXXrNzTVA

    #56861
    2006753399
    Member

    Takk fyrir að deila þessu, klárlega snilldar ferð með kærleiksbirninum. Mikill hafís á myndunum, eru allar siglingaleiðirnar opnar?

    #56862
    Sissi
    Moderator

    Það var amk. hægt að skutla okkur um þarna á milli staða en það fer svolítið eftir dögum og vindátt hvar ísinn safnast fyrir og hversu langan tíma allt tekur. Þeir eru ótrúlega seigir að troða sér í gegnum ísinn en mér skilst að þessi rúmlega hálftími frá Kulusuk til Tasiilaq geti tekið 6-8 tíma ef allt er í steik.

    Hittum líka norska stelpu sem var að fara að gæda hóp þarna og planaði síðan skutl upp ströndina og skíðagöngu yfir á vesturströndina með vinum sínum, svo það hlýtur að vera opið. Hægt að fylgjast með þeim þegar þau leggja í hann á http://www.hvitserk.no/

    Ísalparar þurfa klárlega að rifja upp gömul kynni við Grænland, endalaust af verkefnum og 1:30 í ferðatíma, gæti verið verra.

    #56863
    0311783479
    Member

    Klarlega mognud steggjaferd!

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.