Félagsgjöld

Home Forums Umræður Almennt Félagsgjöld

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45133

    Hola chicos,

    Smá pæling í sambandi við síðasta tölvupóst frá Ísalp. Þar er talað um að þeir sem ekki verða búnir að greiða árgjaldið í næstu viku þegar ársritið og félagsskírteinin eru tilbúin, fái þau ekki send.

    Nú er eindagi ekki fyrr en 26. sept. sem er í lok þarnæstu viku. Ég held ég sé ekki einn um það að stilla greiðslur á eindaga og setti sjálfvirka greiðslu í gang í heimabankanum um leið og ég fékk seðilinn þar inn. Þetta greiðist sem sagt sjálfkrafa daginn fyrir eindaga að mig minnir. Þarf ekki að hugsa neitt um það meir.

    Ef það er svo að það vanti inn pening fljótlega til að borga prentunina eða eitthvað slíkt þá er auðvitað sjálfsagt að hvetja alla til að borga sem fyrst en ég kannski í einfeldni minni og vanafestu gerði ráð fyrir að áætlanir gengju út á að eindaginn væri sem hann er.

    Vona að ég verði ekki miskilinn fyrir að vera með einhver leiðindi, því slíkt er fjarri lagi. Ég hef alltaf greitt árgjaldið síðan ég gekk í Ísalp og geri það sannarlega með glöðu geði. Hvet líka alla aðra skráða til að gera það.

    Það getur vel verið að einhverjum finnist það vera rangt að borga á eindaga frekar en gjalddaga, spurning um að breyta þessum vana sínum þá bara og ef ég geri það þá er Ísalp fyrst til að njóta þess.

    Einn mjög sáttur!

    #53064
    Björk
    Participant

    Það er þannig að þeir sem borga árgjaldið fá ársrit og skírteini afhent. Hvort sem það verður á útgáfukvöldi eða í pósti einhverjum dögum seinna. Eða mánuðum ef fólk er mjög lengi að borga eða skráir sig í klúbbinn seinna á starfsárinu.

    Það sparar okkur óneitanlega mikla vinnu að geta sent sem flest ársrit í póst á sama tíma og líka tryggir félagsmönnum að fá ársritið sem fyrst, sem flestir vilja.

    Þetta var nú fyrst og fremst hvatningapóstur það sem fólk er beðið um að borga árgjaldið sem fyrst.

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.