Eru norðan menn latir menn?

Home Forums Umræður Almennt Eru norðan menn latir menn?

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46365
    Páll Sveinsson
    Participant

    Norðan menn tala mikið en gera lítið.

    Hvernig væri að þeir skriðu upp úr sköflunum og tækju framm axirnar og berðu smá ís.
    Ég trú ekki annað en það sé vetur fyrir norðan eins og annarsstaðar á landinu.

    Þeir eru kanski svo þreittir að fjögura sæta sófi er það eina sem dugar til að koma þeim á fjöll.

    Palli

    #48392
    0704685149
    Member

    Það er enginn ís í brekkunum í Hlíðarfjalli, það er bara svona rétt á vorin sem ís eða Bláfjallahjarn myndast í brekkunum hér fyrir norðan. Þú ættir nú að vita það manna best hvernig ísaðstæðurnar hér fyrir norðan eru. Hér gerum við ekki neitt annað en að skíða, loksins þegar almennilegur snjór kemur eftir nokkra ára bið. Maður fer ekki að eyða góðum púðurdögum í eitthvað annað!!!

    Vonandi sé ég þig á Telemarkhelginni…swing

    kv.
    Bassi

    #48393
    0311783479
    Member

    Hafa menn einhverjar spurnir af Kinninni, er ekki nógur ís þar?
    -kv.
    Halli

    #48394
    Anonymous
    Inactive

    Ég held að þeir hafi ekki áhuga á að gá af þessu , þeir eru ekki í jafn hörðum efnum og við sunnan menn, þ.e. í púðrinu en ekki fasta forminu.
    Olli

    #48395
    0704685149
    Member

    Því miður er tengiliðurinn minn sem ég hafði á Húsavík, fluttur þaðan. Þannig að ég fæ ekki reglulegar fréttir af ísaðstæðum úr Kinninni eins og áður. En ég skal athuga hvort ég geti fiskað eitthvða.

    Annars er Húnbogi með þetta alltaf fyrir augunum, er það ekki?

    En það er rétt, Olli, að lausamjöllin er tekin fram yfir ís, þessa dagana, a.m.k. hjá mér núna.

    kv.
    Bassi

    #48396
    Páll Sveinsson
    Participant

    Eru skinnin límlaus og þurr neðst í geimsluni ?
    Er hlíðarfjall eina brekkan með snjó þarna fyrir norðan?

    Svei mér þá. Það var ekki farið í fjallið nema á hátiðis og tillidögum hér í denn. Þá voru menn jaxlar og gengu á fjöll.

    Palli

    #48397
    0704685149
    Member

    Hér fyrir norðan eru allir púðurdagar gerðir að hátíðisdögum. Svona snemma vetrar eru veður válynd og dagar stuttir.
    Allra veðra von, þú ert búinn að búa alltof lengi í ,,BORG ÓTTANS” og ert líklega búinn að gleyma hvernig vetrarhörkurnar geta orðið hér fyrir norðan. Þess vegna bíðum við með það fram á vorið að skinna á fjöll. Þá er sól farin að hækka á lofti og daginn að lengja.

    Ég fékk fréttir um það að Kinnin líti vel út, séð frá Húsavík. Þar sé nógur ís en einnig mikil snjór í hlíðinni fyrir ofan klettana, sem hefur átt það til að renna allur af stað fram af hömrunum skv. bóndanum á Björgum.

    kv.
    Bassi

    #48398
    Ólafur
    Participant

    Úr því að norðanmenn eru svona duglegir að standa á skíðum hvernig væri þá að þeir tækju sig nú saman í andlitinu í ár og reyndu að koma í veg fyrir að allir bikararnir fari í Árbæinn eða til Westfirðinga…

    #48399
    0902703629
    Member

    Svei mér þá Palli minn? – Ertu byrjaður að ryðga í landafræðinni? Ég veit svosem ekki hvernig þið NAGLARNIR báruð ykkur að í denn en svona gerum við þetta núna:

    Við mætum upp í Hlíðarfjall kl. 10:00, tökum lyftuna upp að síðasta lyftustaur, öxlum skíði og örkum af stað á tveimur jafnfljótum upp á Brún, stiklum á Brúninni og sumir ákveða að skella sér þaðan niður en aðrir líta á Vindheimajökul sem sannkallað leikfangaland og skella sér á Strýtu eða Kistu eða skíða jafnvel í sund á Þelamörk. Þess má geta að Strýta og Kista eru meðal hæðstu fjalla á Tröllaskaganum og þó þau séu ekki, strangt til tekið, í Hlíðarfjalli þá er hægur vandi að skella sér þangað svona fyrst maður er á annað borð að brölta. Enn aðrir arka örlítið sunnar, brölta upp á Blátind (sem er ekki mikil hæðarhækkun) og niður Hlíðarfjallsskálina. Hlíðarfjall býður nefninlega, Palli minn, upp á annað og meira en troðnar brekkur og bleikan samfesting.

    – Þetta með skinnin!? Æi, þau gleymast alltaf, þú veist hvernig þetta er, maður ætlar alltaf rétt að skjótast,…en svo…. Eða einsog Guðmundur frá Miðdal orðaði það: Útþrá og fjallahugur er óstöðvandi einsog steinn, sem losnað hefur í hengiflugi.

    Annars býð ég þér, hér með, í ferð með mér um leyndar hlíðar Hlíðarfjalls og nágrennis þegar þú átt leið um Akureyri og þá get ég farið í gegnum landafræðina með þér, svona um leið og aðrir JAXLAR (einsog þú orðaðir það) geta fengið að fljóta með húsmóðurinni!

    #48400
    Anonymous
    Inactive

    Vá fast skotið í allar áttir. Er ekki mergur málsins í hnotskurn að menn takast á um það hvort göfugra sé að nota hendurnar eða fæturnar til að komast upp brattann. Ekki ætla ég að leggja dóm á hvort er betra en svona bara til að skerpa aðeins á skilunum
    Olli

    #48401
    0704685149
    Member

    Var að koma ofan úr fjalli, Suðurdalurinn, Suðurhlíðarnar og Mannshryggurinn voru draumur, skyggnið frábært, léttskýað og maður naut þess en betur í tungslljósinu.

    Svo notar maður fjögrasæta sófasettið á leiðinni upp til að fá smá hvíld í lærin aftur. Það er alveg óþarfi að nefna það…en það var púður.

    Ólafur Ragnar, við spyrjum bara að leikslokum…

    kv.
    Bassi

Viewing 11 posts - 1 through 11 (of 11 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.