Efni í Ársrit Ísalp 2010

Home Forums Umræður Almennt Efni í Ársrit Ísalp 2010

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45651
    Skabbi
    Participant

    Kæru félagar

    Vinna við ársrit ísalp 2010 er að hefjast um þessar mundir. Eins og undanfarin ár óskum við í ritnefnd eftir efni frá félögum í klúbbnum. Undirtektir hafa verið frábærar undanfarin ár sem hefur skilað sér í veglegum og skemmtilegum ársritum.

    Við leitum að:

    Skemmtilegum ferðasögum eða fróðleiksmolum, hvort heldur sem er glóðvolgum fréttum, sögnum aftanúr grárri forneskju eða fróðleik um fjöll, klifursvæði, græjur, eða bara hvað sem er. Textinn skal ekki fara yfir 5000 slög, nokkrar myndir mega gjarnan fylgja.

    Efni í annál íslenskrar fjallamennsku. Fórst þú á fáfarnar slóðir á Íslandi eða settir upp nýjar leiðir, eða í klifur- eða fjallaferð út fyrir landsteinana? Þekkir þú til e-a sem það gerðu? Sendu okkur línu og hjálpaðu okkur að halda utanum framþróun fjallamennsku á Íslandi!

    Myndum af klifri og fjallamennsku, skíðamennsku og almennri fjallagleði. Sendu okkur nokkrar, þær gætu átt heima á prenti!

    Efni skal sent á skabbi@gmail.com, skilafrestur er til 1. nóvember.

    Ritstjórn

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.