Dry-tool mót á fimmtudaginn hjá HSSR

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Dry-tool mót á fimmtudaginn hjá HSSR

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45989
    Siggi Tommi
    Participant

    Sjá grein á Mínum síðum.
    Rétt er að geta þess að ekki er um eina leið að ræða heldur eru þær fimm talsins nú þegar og verið er að vinna í að útbúa þrjár til viðbótar fyrir fimmtudaginn.

    Er stemmari fyrir að mæta og prófa og jafnvel keppa?

    ATH! Ekki taka hugtakið “mót” of alvarlega. Reiknum með að fæstir hafi prófað þetta áður þannig að þetta er líka opið fyrir þá sem vilja bara koma og prófa þetta.
    NFS kom í heimsókn á fimmtudaginn og tók myndir. Þetta má sjá á visir.is undir VefTV, 10-fréttir þann 9. febrúar. Fréttin byrjar ca. 11:00 mínútur inn í fréttatímann

    #50239
    1306795609
    Member

    Það er stemmari.

    #50240
    Gummi St
    Participant

    Það væri gaman að kíkja á þetta já, sérstaklega þar sem maður sér því miður ekki fram á að komast norður á festivalið í ár…

    hvenær á fimmtudeginum er þetta?

    #50241
    2908805139
    Member

    Íþróttafréttamenn NFS hafa einnig sýnt áhuga á því að mæta á mótið og tékka á stemningunni.
    Þeir sem kvarta yfir því að það sé of lítið sýnt af fjallamennsku og jaðarsporti í sjónvarpi – Mætið á fimmtudaginn og sýnið að það séu einhverjir sem hafa áhuga á þessu!

    #50242
    2908805139
    Member

    ps. fréttin á fimmtudaginn var ekki eins góð og hún hefði getað verið, misstum út nokkrar mínútur af efni út af tæknilegum örðugleikum, þ.á.m. fínasta viðtal við Sigga.
    Hápunktur þess var þegar Skabbi hrundi niður í bakgrunninum með miklum tilþrifum! En allt þetta lifir í minningunni – *sigh*…

    #50243
    Siggi Tommi
    Participant

    Hmmm, já ég átti nú eftir að skamma þig fyrir að kalla þetta “óformlegt Íslandsmót” í dry-tool, Herdís. Það var aldrei gefið í skyn en skaðar kannski engan. Ó well.

    Annars bara fínt að sleppa við viðtalið við mig… :)

    Mótið er á fimmtudaginn kl. 20:00

    #50244
    Anonymous
    Inactive

    Ég hlustaði á allar 10 fréttirnar og íþróttir í tölvunni en einhvernveginn fór allt þetta framhjá mér!!!
    Olli

    #50245
    Siggi Tommi
    Participant

    Varstu ekki örugglega að skoða fimmtudaginn 9. feb, Olli?

    #50246
    Anonymous
    Inactive

    Ég skal reyna aftur!! Vona að ég sé ekki oðrinn svo skemmdur að hafa verið að skoða 9. jan he he
    Olli

    #50247
    Siggi Tommi
    Participant

    Minni fólk á að mæta með sundföt til að smella sér í brennheitt gufubaðið.
    3 sturtur í boði með því…

Viewing 10 posts - 1 through 10 (of 10 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.