Boltun klifurleiða – fræðsluefni

Home Forums Umræður Klettaklifur Boltun klifurleiða – fræðsluefni

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44969
    0503664729
    Participant

    Fræðsluefni um boltun klifurleiða er torfundið en úr því hefur nú verið bætt.
    Grein sem ég tók saman um þetta efni er nú aðgengileg á heimasíðu Klifurhússins. Greinin miðast við aðstæður á Íslandi og er komið inn á ýmsa þætti sem snúa að boltun svo sem siðferði, aðferðir og efnisval.
    Þótt hún gagnist kannski fyrst og fremst þeim sem bolta eða hafa hug á að bolta leiðir þá kann hún einnig að nýtast hverjum þeim sem stunda klifur.
    Greinina, sem er á pdf-formi, er hægt að hlaða niður hér:

    http://klifurhusid.is/fraedsla/boltun-klifurleida/

    #57693
    Hrappur
    Member

    Ég er nú ekki endilega sammála því sem sagt er um heit-galvaniseraða bolta og ryðfríar hengjur enda er tæringin sem sýnd er á myndinni ekki vegna mismunandi spennu-raðar efnana heldur vegna þess að zinkið hefur marist af og endinn á boltanum hitnað þegar hann var barinn inn. Róinn, boltinn og skrúfgangurinn eru ótærð enda varin zinki. Svona bolta/hengju samsetning hefur í flestum tilfellum enst í yfir 20 ár sem ætti að vera sá tími sem boltar eru endurkoðaðir og yfirfarnir hvort sem þeir eru ryðfríir eða ekki.

    #57694
    0503664729
    Participant

    Takk fyrir viðbrögð Hrappur.
    Skoðanir eru skiptar og gott að halda því á lofti. Varðandi heitgalvaniseringuna þá er málið að vísu ekki svona einfalt. Mér hefur ekki tekist að finna gamla heitgalvaniseraða bolta sem hafa verið í snertingu við ryðfrítt stál án þess að gefa eftir. Tek þó vel á móti ábendingum hvar ég get fundið slíkt.
    Fræðilega séð á sink varinn bolti úr karbon-stáli (heitgalviniseraður) alveg að geta tapað sink-húðuninni á kafla (t.d. þegar hann er barinn inn) án þess að tærast. Sinkhúðunin virkar þá sem anóða og gefur frá sér rafeindir og óvarið stálið í boltanum á þá ekki að tærast þótt það standi bert. Einfalt dæmi um þetta eru skrokkar skipa og báta auk bryggjuþilja þar sem anóður úr sinki, áli og magnesíum eru festar á hér og þar til fórnar. Öðru máli gegnir um bolta og augu þar sem annað hvort er úr ryðfríu eða áli en hitt úr heitgalvaniseruðu. Slíkt gengur ekki upp nema í takmarkaðan tíma. Það er því ekki að ástæðulausu sem að framleiðendur akkera og augna benda mönnum á að gera þetta ekki.

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.