Banaslysin á K2 í ágúst 08

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Banaslysin á K2 í ágúst 08

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #45760
  0907725389
  Member

  Ég rakst á þessa grein á dagbladet.no. Í henni er farið yfir orsakir þess að 11 manns dóu á 2 dögum á K2.

  http://www.dagbladet.no/2009/01/22/nyheter/fjellet/klatring/ulykke/4486633/

  #53613
  1506774169
  Member

  Verst að norskan mín er alveg ömurleg, annars hefði ég getað lesið þetta af áhuga :)

  #53614

  Hryssingsleg þýðing á greininni:

  Samkvæmt skýrslu norska klifursambandins á slysinu urðu Cecilie Skog og Lars Nessa fyrstu norðmennirnir til þess að ná toppnum á K2 kl. 17.30 þann 1. ágúst í sumar.

  Oystein Stangeland ákvað að snúa við áður en toppnum var náð vegna þess að hann hafði misst höfuðlsljósið sitt og komst niður heill á húfi. Rolf Bae var þreyttur og gekk hægara en hin tvö sem náðu toppnum. 30-40m frá toppnum mætti hann Skog og Nessa á leið niður og ákvað að snúa tilbaka með þeim.

  Klifrararnir voru í góðu skapi þegar þau héldu saman niður og álitu leiðangurinn velheppnaðan. Kl. 19.30 komu þau niður að föstu línunum á toppnum á jökulflakinu.
  Það rökkvaði og þau kveiktu á höfuðljósunum, Lars var fyrstur til að síga og beið eftir Skog og Bae. Þeir Bae skiptu um að vera fyrsti sigmaður, eftir ósk Bae.

  Myrkrið var ekki til trafala, veðrið var blítt og stjörnubjart og stemningin var góð.

  Skog var í miðjunni, hún festir sig í línuna en finnur hana hristast til fyrir neðan sig og missir jafnvægi. 15 metrum fyrir neðan hana fellur eiginmaður hennar til dauða síns. Hún sér ljósð frá höfuðljósi hans hverfa. Ísinn hafði gefið sig og hrunið. Rétt fyrir neðan hana hékk línan í lausu lofti og kom í ljós að mest megni af línunum á leiðnni niður höfðu einnig verið rifnar lausar.

  Endurtekin hróp fengu engin svör og þau tvö sem voru eftir gerðu sér grein fyrir því að hið versta hafði gerst.

  Lík Rolf Bae hefur ekki verið fundið en fjölskylda hans vill ekki að aðrir leggji sig í hættu við leitina.

  Klukkan 23.00 um kvöldið, 20 tímum eftir að þau lögðu af stað, komu Skog og Nessa í búðir fjögur. Ekkert þeirra fékk sofið þá nóttina.

  Það eru fleiri sögur um hvað gerðir þennan örlagaríka föstudag. Þegar Norðmennirnir komu upp í hinn þekkta flöskuháls enduðu föstulínurnar. Það kom í ljós að sjerparnir tveir sem settu upp línurnar fyrir alla leiðangrana þennan daginn urðu veikir og því vantaði um helmging línanna. Þar að auki höfðu þeir valið að setja upp línurnar mun fyrr en vani er og því enduðu þær mun neðar á fjallinu.

  Þetta seinkaði leiðangrinum um fleiri tíma. Norðmennirnir og teimi Hollendinga tóku línur neðst úr leiðinni og báru upp.

  Í kring um 30 klifrarar voru á leið á topp K2 þennan daginn, 11 þeirra komu aldrei tilbaka. Enginn vissi að einn Serbi hafði látist á leiðinni upp þann daginn, pakistanskur burðarmaður dó við það að reyna að koma dána manninum niður.

  Vegna vandamálsins með föstu línanna urðu flest teimin á fjallinu fyrir mikilli seinkunn. Fleiri klifrarar urðu að vera í fjallinu yfir nóttina. Þrír Kóreumenn hengu fleiri tíma í línunni áður en þeir urðu fyrir barðinu á skriðu. Sama skriða varð Íranum Gerard McDonnel að bana.

  Hugues d’Aubarede, sextur frakki, tók niður-göngunni með ró og hleypti klifrara frammúr sér. Rétt á eftir heyrir klifrarinn frakkan hrapa til dauða síns án þess að það heyrist svo mikið sem múkk frá honum. Burðarmaður hans mun hafa hrapað rétt á eftir honum.

  Samkvæmt skýrslunni kemur fram að dauðsföllin ellefu hafi átt sér stað af sjö til átta mismunandi ástæðum. Áður var talið að þessi ellefu hafi allir látist í sömu skriðu og Rolf Bae.

  Niðurstaða skýrslunnar er eftirfarandi:

  – þrír létust af einföldum fallóhöppum (Mandic, Baig, d’Aubarede)

  – einn var tekin af ísskriðu á meðan hann var á tryggri leið niður laugardagskvöldið (Bae)

  – fimm voru teknir af tvem eða þrem mismunandi ísskriðum eftir að hafa þurft að eyða nóttinni á fjallinu vegna þess að línur vantaði (McDonnell, Park, Kim, Hwang, Jumich)

  – einn var tekin af síðustu ísskriðunni (Pasang Bhote)

  – einn hvarf sporlaust (Meherban)

  Samkvæmt skýrslunni er mörgum spurningum ennþá ósvarað, hversvegna áttu sér skriðurnar stað þennan föstudag t.d.

  Einnig kemur fram ekki sé neinum einum um að kenna hvernig fór þessa örlagaríku tvo daga í sumar.

  #53615
  0703784699
  Member

  Keyptu bara nyjasta rock and ice tar er tetta allt og toluvert nakvaemara ef ahugi er f hendi. Rod mistaka og toppagraedgi svona til ad summera tetta upp

  #53616

  Eða hægt að lesa 16 blaðsíðna skýrslu Norska klifursambandsins um það sem þeir telja hafa átt sér stað þann 1. ágúst: http://klatring.no/files/K2_rapportNKF131208.pdf

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.