5.14a 8b+ 5.14a 8b+ 5.14a 8b+ 5.14a

Home Forums Umræður Klettaklifur 5.14a 8b+ 5.14a 8b+ 5.14a 8b+ 5.14a

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47535
    0503664729
    Participant

    Tíðindi úr klifurheiminum.

    Valdimar Björnsson náði að klifra leiðina Darwin dixit áðan (sector laboratori í Margalef).
    Hann er þar með fyrsti Íslendingurinn til að klifra 8b+ eða 5.14.a.
    Valdi kláraði leiðina eftir 8 daga vinnslu (tveir dagar í fyrra og sex núna).

    Til hamingju Valdi. Njóttu lífsins á Spáni. Þú ert snillingur!

    Kveðjur úr snjókomunni í Finnmörku
    JVS

    #56996
    2109803509
    Member

    Glæsilegt!!! Innilega til hamingju með árangurinn Valdi.
    Afreksíþróttamaður hér á ferð :)

    bestu kveðjur,
    Berglind, Arnar og Katla María

    #56997
    Smári
    Participant

    Glæsilegt Valdi, til hamingju!

    Smári

    #57005
    2806763069
    Member

    Glæsilegt!

    #57006
    gulli
    Participant

    Flottur Valdi, til hamingju! Hvaða leið er svo næst?

    #57008
    Arni Stefan
    Keymaster

    Til hamingju Valdi!

    #57011
    Siggi Tommi
    Participant

    Magnað og já loksins… :)
    Til hamingju Waldorf og haltu áfram á sömu braut!

    #57012
    0808794749
    Member

    Fáránlega vel gert Valdi. Hlakka til að heyra og sjá eitthvað af þessari leið og uppferð þinni.

    #57013

    Vá! Þetta er rosalegt, gráða sem maður eiginlega skilur ekki. Til hamingju með þetta kappi.

    #57016
    1210853809
    Member

    Frábær árangur hjá Valda!
    Í raun löngu tímabært miðað við árangur síðustu ára (4*8b o.s.fv.). Hann heldur ótrauður áfram og næst leggur hann Sviss undir fót (og hönd).

    Fagna umræðum og fréttum af afrekum í klettaklifri!

    #57017
    2802693959
    Member

    Mátti til að kíkja á Youtube og sá einhvern Thomas Schmi…rja sig þarna upp. Tek að ofan fyrir þér Valdi og er … flabbergasteraður!
    kveðja til Spánar
    Jón Gauti

    #57042
    Sissi
    Moderator

    Valdi á forsíðunni á 8a.nu (listinn vinstra megin). Geðveikt!

    http://8a.nu/

    #57047
    AB
    Participant

    Eins og Sissi benti á klifraði Valdi eina 8A (V11) grjótglímu um daginn. Nú bætti hann um betur og fór leiðina Freak Brothers 8A+ (V12) í Chironico í Sviss. Þetta er erfiðasta grjótglímuleið sem Íslendingur hefur klifrað.

    Fyrir þá sem ekki eru talnaglöggir þá eru grjótglímur af gráðunni 8A ógeðslega erfiðar og 8A+ leiðir eru fáránlega ógeðslega erfiðar.

    Kveðja,
    AB

Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.