Re: Svar:Snjóflóðaýlar

Home Forums Umræður Almennt Snjóflóðaýlar Re: Svar:Snjóflóðaýlar

#54768
0808794749
Member

Ég hef átt Ortovox F1 í 11 ár og held að það sé komin tími til að leggja honum. Hef reynt að passa hann eins og gullið mitt en veit ekki hversu langur líftími svona tækja er.

Nú er ég með undir höndunum Ortovox X1 sem ég heyrt misjafnar sögur af. Ég er ekki viss um hvort að hann sé 2 eða 3 loftneta græja. Veit að hann var fyrst með 2 loftnet en síðar var hann framleiddur með 3.
Minnir að það hafi verið dúbíus virkni í tækinu þegar það er að skipta á milli analog og digital. Kannski er þetta eitthvað sem maður getur æft sig í.

Annars er algjörlega málið að æfa sig á ýlinn sinn. Eitthvað sem ætti að gera í byrjun hvers sísons.
HHmmm. Kannski komin grundvöllur fyrir ÍSALP-hittingi?