Re: svar: Var að berast – toppísklifrarar á leiðinni

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Var að berast – toppísklifrarar á leiðinni Re: svar: Var að berast – toppísklifrarar á leiðinni

#50907
Skabbi
Participant

Ég er að velta því fyrir mér hvort ÍSALP hafi hugsað sér að svara þessu erindi með formlegri hætti en að pósta því hér og sjá hvað gerist. Albert Leichfried og Ines Papert eru tvímælalaust meðal alsterkustu ís/mixklifrara í heiminum og það hlýtur að vera ÍSALP til hagsbóta að bjóða þau velkomin og reyna að benda þeim á spennandi staði.

Það eru orðin nokkur ár síðan verulega sterkir erlendir klifrarar létu ljós sitt skína í íslenskum ís. Þeir sem eru eldri en tvævetur í bransanum (það er ég svo sannarlega ekki) geta kannski sett sig í samband við þetta ágæta fólk fyrir hönd ÍSALP. Helgi er vonandi með póstfang sem hægt er að svara þeim á.

Bendi á ágætan link um þetta efni:

http://www.terragalleria.com/mountain/info/ice/iceland.html

Allez!

Skabbi