Re: svar: Vaðalfjöll

Home Forums Umræður Klettaklifur Vaðlafjöll Re: svar: Vaðalfjöll

#48065
Ólafur
Participant

Það er drjúgur spotti uppað klettunum frá þjóðveginum, myndi giska á allt að klukkutími. Sennilega er styst að labba frá Bjarkalundi eða uppúr Þorskafirðinum. Menn ættu að sjá það fljótt hvort þeir treysta bílnum sínum upp slóðann eða ekki.

Mæli ekki með að tjalda undir klettunum en á Bjarkalundi er sæmilegt tjaldstæði eða á Reykhólum sem er betra (við hliðina á lauginni).

Boltaspurningin er hinsvegar ákallandi. Ég er viss um að það verði ekki líklegt til vinsælda að menn bolti þarna án þess að spyrja hvorki kóng né prest.