Re: svar: Skál

Home Forums Umræður Almennt Leggum ÍSALP niður Re: svar: Skál

#51953
2008633059
Member

Mjög gott framtak hjá stjórninni að taka upp þetta mál hvernig sem þessi tillaga um sölu verður svo afgreidd. Þetta er einmitt það sem þurfti til að ýta við fólki varðandi skálamál ÍSALP!

Sýnist að það sé þrennt til í stöðunni:

1) Gera ekki neitt – Er mjög auðvelt því það kostar ekki neitt, hvorki peninga né vinnu. Gallinn við þessa leið er bara að skálarnir grotna niður, félagsmönnum til lítils gagns og ÍSALP ekki til sóma. Botni er gott dæmi.

2) Taka til hendinni um viðhald og rekstur skálanna – Þessi leið heldur í þá hefð að ÍSALP eigi sína skála, raskar heldur ekki tilfinningum þeirra sem í gegnum tíðina hafa lagt sitt af mörkum vegna þeirra. Galli: Kostar peninga og vinnu sem hingað til hefur ekki legið á lausu hjá félagsmönnum.

3) Koma skálum í hendur aðila sem geta og vilja sjá um reksturinn, en tryggja ÍSALP-félögum afnotarétt. FÍ hefur það sem eitt af sínum aðalhlutverkum að reka skála á hálendinu og hefur miklu meiri reynslu á þessu sviði en ÍSALP. Kosturinn er að við njótum aðgangs að betri skála án þess að þurfa að kosta öðru til en skálagjaldi og góðri umgengni. Gallinn samt auðvitað að það er viss “ósigur” að þurfa að viðurkenna að við stöndum ekki undir þessum rekstri sjálf.

Persónulega styð ég leið 3 sem mér finnst sú eina raunhæfa með tilliti til kostnaðar og ábata. Tek samt fram að ég hef aldrei notað Tindfjallaskálann utan að kíkja þar einu sinni inn. Skal líka alveg viðurkenna að ég sé ekki fyrir mér að nota neitt þessa skála né heldur að leggja fram peninga eða vinnu vegna þeirra.

kv,
JLB

PS. Ef niðurstaðn er að Ísalp eigi áfram skála legg ég til að Tindfjallaskáinn verði tekinn upp og fluttur í nágrenni Skaftafells/Hnappavalla. Myndi gera meira gagn þar, tryggja meiri notkun og skapa meiri stemmingu.