Re: svar: Skaftafellsþjóðgarður

Home Forums Umræður Almennt Skaftafellsþjóðgarður Re: svar: Skaftafellsþjóðgarður

#49051
0405614209
Participant

Kórrétt – þetta er fáránlegt.
Við Kalli sátum fundi hjá Samút ((Samtök útivistarfélaga (Ísalp, Jörfí, FÍ, Útivist, 4×4, LÍV, Fjallahjól, Kajak, hestamenn, stangaveiði o.fl) sem fékk í hendurnar drögin að frumvarpinu og skilaði síðan inn athugasemdum við.
Það var eiginlega blásið á allar breytingatillögurnar og það virtist vera fyrir kurteisis sakir að senda þetta til Samút og væntanlega búið að ákveða að hlusta ekkert á breytingatillögurnar. Þetta er stórundarlegt því að Samút samtök fólksins sem fer í fjallgöngur og notar þjóðgarðinn á einn eða annan hátt en ekki pólitíkusar að næla sér í rós í hnappagatið.

Eins fáránlegt og það er þá er sérstök grein í lögunum sem segir að sauðfjárbeit sé heimil í Lakagígum. Ótrúlegt á meðan að fólk í fjallgöngum á að halda sig á gönguslóðum fær rollan að salla í sig gróðrinum o.s.frv.

Langisjór er sérstaklega settur út fyrir kortið svo að Landsvirkjun geti nýtt sér hann.

Sumt er gott í þessu en annað er alillt.