Re: svar: Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið.

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið. Re: svar: Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið.

#53455
Anonymous
Inactive

Frábært að heyra af þessari ótrúlegu grósku í mixklifri. Ég skal segja ykkur frá einu svæði þar sem hægt er að prufa góðar mix leiðir. Það er í Glyms gili neðarlega til vinstri. það er svæðið fyrir ofan (hægra megin) við leið sem heitir Spönnin. Við reyndum einn dag við leið þar sem er talsvert mikið yfirhangandi og væri gaman að sjá ykkur kappana reyna við þá línu. Við höfðum enga mix reynslu þá og prufuðum þetta í ofanvaði og höfðum ekki einu sinni hugmyndaflug til að “prefixa” leiðina eins og gert er núna. Þarna er sprunga upp sem endar í fríhangandi kerti. Alls ekki gefnis. Þar fyrir ofan er áberandi nef (klettanef) þar sem hægt er að fara frábæra línu en það þarf sennilega að prefixa leiðina. Við fórum hana á sínum tíma í ofanvað og þótti ekki leiðinlegt.
Ísklifurkveðjur Olli