Re: svar: Nýr leiðarvísir fyrir Stardal

Home Forums Umræður Klettaklifur Nýr leiðarvísir fyrir Stardal Re: svar: Nýr leiðarvísir fyrir Stardal

#51398
AB
Participant

Góður Óli:)

Nei, ég hef ekki fjarlægt fleiri ryðgaðar tryggingar úr Stardal.

Hnetan úr Óperu er enn heima, ásamt gamalli skrúfu sem við Steppo fundum í NV-vegg Skessuhorns. Já, kannski að þetta sé vísir að klifurminjasafni, Óli þú mátt vera aðstoðarsafnvörður!

Það væri vel þegið ef einhver nennti að sækja vininn sem Stefán Hús gleymdi í Tjaldinu í Eilífsdal, sá gripur myndi sóma sér vel í safninu. Ég sé fyrir mér enskan texta við gripinn: ,,This spring loaded camming device has been to the top of Nanga Parbat and also helped Steve House to make an astonishing ascent of the much coveted route “The Tent” in Eilífdalur, Iceland.

Vinsamlega snertið ekki sýningargripina.

Ég fjarlægði hnetuna úr Óperu einfaldlega vegna þess að hún var ónýt og ég þurfti að nota plássið fyrir tryggingu. Ég frétti svo síðar að einhverjir kappar hefðu fengið fortíðarljóma-kast og fundist ég vera að skemma eitthvað. Æ æ.

AB