Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

Home Forums Umræður Almennt Niðurstöður könnunar liggja fyrir… Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

#51779
2008633059
Member

Mjög þörf umræða! Eins og ég sé þetta þá er ekki alveg einfalt – eða segjum frekar hentugt – að draga hreina línu milli “hard core” og einhvers annars þegar kemur að fjallamennsku. Margir (flestir?) sem hafa áhuga á klifri hafa líka mikinn áhuga á annarri fjallamennsku og raunar útiveru í víðum skilningi þess orðs. Á sama hátt eru ýmsir sem eru vanir “linari” fjallamennsku líklegir til að vilja prófa eitthvað nýtt og þá kannski aðeins strembnara en þeir eru vanir, t.d. einfaldlega að prófa fjallsstind að vetrarlagi sem þú skokkar auðveldlega upp á góðum sumardegi. Eða að taka þátt í einhverju smá brölt (e. scramble) sem allir sannir harðkjarnar hlæja bara að. Mér finnst alveg óþarfi að flokka fólk mikið niður og að klúbburinn eigi vel að geta rúmað mismunandi tegundir fjallamennsku og þannig vonandi auðveldað fólki að komast í kynni við nýja hluti. Ég kynntist því í sumar á námskeið hjá ISM í Sviss að það er mikið breiðari hópur úti sem stundar “alpinism” en er tilfellið hér og þá bæði hvað varðar aldur og kunnáttu. Kannski eitthvað sem mætti vera til umhugsunar fyrir okkur. Með því að bjóða LÍKA (en ekki BARA) upp á “léttari” fjallamennsku ætti að vera hægt að stækka hópinn sem aftur skapar efnivið í erfiðari verkefni og auðvitað fleiri peninga í kassann! ÍSALP þarf samt að hafa sérstöðu og þar mætti draga mörkin við eitthvað sem kallast “tæknileg fjallamennska”, þ.e. um leið og þú þarft línu, brodda, axir eða önnur hjálpartæki þá áttu heima í klúbbnum. Það var kannski þannig einu sinni að harði kjarninn úr björgunarsveitunum fór í ÍSALP til að sinna sínu áhugamáli í friði en þetta gæti verið að breytast, kannski þarf Ísap núna að búa sig undir að sjá um uppeldisstarfið og kveikja áhugann sem björgunarsveitirnar hafa sinnt hingað til.

Hættann sem ég held að Himmi vísi til er að áherslan verði of mikið á það sem allir aðrir eru að gera, að klúbburinn þynnist út, missi fókusinn og hætti að vera vettvangur fyrir á sem eru í þessu af meiri alvöru og metnaði. Það er örugglega eitthvað til í þessu en ætti samt ekki að vera mikil hætta ef þeir sem stjórna klúbbnum eru starfi sínu vaxnir.

kv,
Jón Loftur

PS. Annars, ef við höldum áfram flokkadrættinum hvað eru þá sólbakaðir sportklifrarar að vilja í alpaklúbbi!