Re: svar: Könnun

Home Forums Umræður Almennt Könnun Re: svar: Könnun

#49638
AB
Participant

1. Rétt Hrappur, menn hljóta að vera að leita að svörum við þeim spurningum sem settar eru fram, viturlega áætlað hjá þér. Hins vegar er ekki verið að leita að þvinguðum niðurstöðum, þær endurspegla ekki raunverulegar skoðanir. Þá geta menn alveg eins farið að leita að mömmu sinni.

2. ,,Hvorki né/ hlutlaus” er svarmöguleiki og jafngild skoðun og hver önnur. Að sleppa spurningu í viðhorfskönnun táknar annað, t.d. að svarandi skilji ekki spurninguna, finnist hún óviðeigandi, móðgandi, of persónuleg o.s.frv. Ef það að sleppa spurningu á að standa fyrir hvorki né/ hlutlaus verður a.m.k. að taka það skýrt fram.
Þannig er nú það og ekki öðruvísi nema þá síður sé.

Jesús Pétur, við erum að deila um viðhorfskönnun á isalp.is….
Best að fá sér annan bjór.

Kv,
AB

–Þetta svar var í boði http://www.hverjumerekkisama.is–