Re: svar: Kaup á fjallaskíðaskóm

Home Forums Umræður Skíði og bretti Kaup á fjallaskíðaskóm Re: svar: Kaup á fjallaskíðaskóm

#52410
Jokull
Member

Fjallakofinn í Hafnarfirði flytur inn Scarpa fjallaskíðaskó og bíður oft á tíðum sambærileg verð við það sem menn eru að fá í gegnum netið frá útlandinu. Halldór í fjallakofanum er afar hjálplegur við sérpantanir og hefur mikla reynslu og þekkingu á fjallskíðaútbúnaði hvers konar.

Ég hef sjálfur verið á Scarpa Spirit 3 síðustu tvo vetur og þeir eru bestu fjallaskíðaskór sem ég hef prófað. Er búin að nota þá einhverja 150+ daga og þeir halda stífleika vel og eru mjög þægilegir til göngu.

Ég nota Scarpa Tornado í heli ski vinnunni hér í Kanada og þeir eru einnig að koma mjög vel út en ég myndi samt ekki mæla með þeim í fjallaskíðun þar sem að þeir eru alltof stífir fyrir mikla uppgöngu.

Þú getur sett Dynafit bindingar á hvaða skíði sem er.
Ef þú tekur Dynafit með bremsum sem ég mæli með nema þú viljir ofur léttan pakka að þá er eina spurningin hvaða bremsubreidd þú velur. Þú getur skoðað það á Dynafit vefnum.

65mm mitti á skíðum til fjallaskíðunar er frekar lítið en eins og maðurinn sagði að þá er þetta víst allt spurning um hver stendur á plönkunum hverju sinni.

Fjallakveðja frá Kanada

Jökull