Re: svar: Íslenski ísrakkurinn

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Íslenski ísrakkurinn Re: svar: Íslenski ísrakkurinn

#53381

Góður listi Skabbi. Ég er með smá viðbætur og hugleiðingar.

Ég hef eina Grivel 360 í rakknum sem er fín til að skrúfa inn þar sem lítið pláss er fyrir handfangið.

Er með 7-8 skrúfur. 4x BD, 1 Grivel 360, 2x Petzl og 1x löng Simond skran fyrir V-þræðingar.

Hef þá reglu að hafa jafn marga tvista og skrúfur með mér. Er búin að koma mér upp nógu mörgum lengjanlegum og hef alltaf 2 screamera.

Ég er alltaf með 2x5m af 5mm prussik, með þeim er hægt að gera allan fjandan t.d. félagabjörgun eða þegar að mann vantar prússik til að setja utan um stein þegar
maður er að síga niður eitthvað skítagil með hjartað í buxunum.

Daisy eða prúsilla(sem margir hjálparsveitar-hönkar kannast við). Mjög þægilegt til að klippa sig í akkeri. Annars er hestahnútur á línu allt eins góður.

Eins og Andri sagði að ofan þá er gott að hafa nokkra fleyga með í rakknum.

Góðar pælingar.

Jæja aftur að læra.

Kv. Ági