Re: svar: Hvernig má bæta vefinn?

Home Forums Umræður Almennt Hvernig má bæta vefinn? Re: svar: Hvernig má bæta vefinn?

#49079
0405614209
Participant

Daginn.

Stjórnin átti fund í gær þar sem eftirfarandi var fært til bókar:
“Stjórnin telur að netið sé framtíðarvettvangur fyrir áhugasama klifrara í leit að leiðarvísum.”

Næst á dagskrá er því væntanlega að ganga frá því við vefnefnd að koma þeim leiðarvísum sem til eru á tölvutækt form og leggja þá út á netið.

Það fylgja þessu kostir og gallar.
*Helstu gallarnir eru að með þessu þá hættir Ísalp að prenta út leiðarvísana og selja þá. Eitthvað eilítið tekjutap fylgir en þetta eru hvort eð er svo litlar tekjur að þær standa varla undir vöxtunum af þeim peningum sem fóru í að prenta þetta upphaflega.
*Helstu kostir eru að það er auðvelt að nálgast þetta á netinu, auðvelt að uppfæra og kostar ekkert fyrir félagsmenn.

Við skorum hér með á félagsmenn sem hafa kortlagt leiðir að senda til stjórnar/vefnefndar.

Kveðja
Halldór formaður