Re: svar: Fundur um Boltun?

Home Forums Umræður Klettaklifur Fundur um Boltun? Re: svar: Fundur um Boltun?

#48861
Jón Haukur
Participant

Athyglisverð umræða. Svo virðist sem að þeir sem hafa mestan áhuga á boltun hafa einmitt ekki sést í dalnum síðustu misseri, alla vega man ég ekki eftir að hafa hitt Palla og Olla í þau skipti sem ég hef verið þar síðustu sumur. Eins og Palli sagði þá hafa óvirkir gamlingjar ekki skoðanrétt á þessu máli og þar með er þetta útrætt þar sem að þeir hafa ekki komið á staðinn um lagannn aldur.

Það hafa hins vegar margir aðrir gert. Ég minni á myndsyrpur úr Stardal hér á síðunni og undir mínar síður. Oftar en ekki eru fleiri en eitt klifurteymi í dalnum á góðum dögum.

Dótaklifur hefur verið á fallanda fæti en er engu að síður grunnurinn að meiri fjallamennsku heldur en sportklifrið, það þurfa að vera svæði þar sem klifrarar geta þróað með sér færni í að tryggja sjálfir, annars kemur sportið til með verða ennþá innhverfara en það er í dag.

jh