Re: svar: Eyjafjallajökull

Home Forums Umræður Skíði og bretti Eyjafjallajökull Re: svar: Eyjafjallajökull

#51371
2806763069
Member

Þetta hljómar vel. Ísalp ætti að áskilja sér rétt til að nota allar myndirnar á síðunni. Þannig kæmi meiri fjölbreytileiki hér á vefinn (þó þetta séu allt frábærar myndir sem Helgi hefur valið hingað til).

Skemmtilegast væri ef hægt væri að hafa mismunandi flokka t.d.

Náttúra
Ísklifur
Fjallamennska
Klettaklifur
Skíði
Almenn útivera.

Og svo sú besta.

Þeir sem gefa verðlaun gætu svo fengið að nota þær myndir sem hljóta verðlaun. Annars ætti nú að vera hægt að gera þetta áhugavert án þess að um sé að ræða einhverjar ógurlegar fjárhæðir í verðlaunum (enda er slíkt heljar bögg fyrir þá sem að keppninni standa).

Annars greinilega frábær dagur á fjöllum hjá Hauki og Viðari. Fjallagleðin skín út úr hverri mynd. Um að gera fyrir sem flesta að nýta nú tækifærið og skella sér í Skarðsheiðina.
Í góðum ísaðstæðum eru þessir veggir (þekki nú reyndar bara Skessuhornið sjálfur) frábær staður til að stíga fyrstu skrefin í alvöru fjölspanna klifri.
Svo eru þetta líka bara snildar klifur sem maður fær aldrei leið á, eins og sést á þeim Hauki og Viðari.

Kv. Sófacore