Re: svar: Banff

Home Forums Umræður Almennt Banff Re: svar: Banff

#49624
Karl
Participant

Jú Bassi minn, -þú misstir af mikið meiru á seinna kvöldinu. Við hinir erum að sjálfsögðu rífandi ánægðir með það.

Klettaklifurmyndin var mun myndrænni og líflegri en á fyrra kvöldinu.

Skíðamyndir finnst mér alltaf skemmtilegri en myndir af hvítu vatni. Skíðamyndirnar voru ólíkar og athygli vert að öll atriðin í seinni myndini voru kláruð standandi en venjulega er sýnt groddalegt flug en síðan klipt við lendingu.

Það sem gerði ísklifurmyndina áhugaverða var hvernig klippt var saman hversu ólíkur stíll var á klifri þeirra tveggja sem komust upp.
Merkilegast finnst mér þó alltaf að menn klifra með fætur fyrir ofan hendur….

Fatlafólið var helvíti magnað, -ég var reyndar búinn að átta mig á að helvítið væri fótalaust en að vera einnig handalaus í príli hlytur að vera nýung. -Ætli Özzur viti af þessu?

Ástralinn sem fór út að viðra hundinn var helvíti magnaður. Sem íslenskur jeppakarl hefði ég samt talið að stytta hefði mátt ferðalagið um nokkra daga með því að hafa “krúserinn” á stærri dekkjum og með víðari gaffla svo dekkin næðu að snúast í drullunni…

Drulludekk og gafflar í hjólamyndinni var hinsvegar ættað úr mótórdrifnum drullumöllurum en búið var að skipta mótórnum út fyrir pedala. Flott kvikmyndataka.
Mér hefur alltaf litist vel á að stunda hjólreiðar engöngu niður í móti…. Hef reyndar trú á að allnokkrir liggi eftir léttbæklaðir eftir þetta hraða reið innan um massíva trjáboli. -En hver hefur sagt að heiminum sé e-h missir af nokkrum Könum…?