Re: Re: Snjóflóðasíða Veðurstofunar

Home Forums Umræður Almennt Snjóflóðasíða Veðurstofunar Re: Re: Snjóflóðasíða Veðurstofunar

#57561
0801667969
Member

Það er búið snjóa mjög mikið í hvössum útsynningi (SV-átt) í fjöllum á SV horninu síðustu daga. Allur þessi snjór hefur allur sest í hlíðar sem snúa mót norðri og austri, ofan á ísað harðfenni. Að sjálfsögðu þá sest þessi snjór hvar sem hann finnur skjól. Hann sest því einnig í gil og hvilftir þó slíkt sé í hlíðum sem snúa í vestur.

M.t.t. snjóflóða þá er ágætt að hafa þetta í huga.

Hlíðar sem snúa mót suðri og vestri eru bara svellað harðfenni með engri snjóflóðahættu þessa dagana. Um hádegi morgun skellur á SA hvassviðri. Þá færist þessi snjór úr austurhlíðum í þær vestari, með hugsanlegri snjóflóðahættu þar.

Menn eru eitthvað að velta fyrir snjóalögum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í stuttu máli þá hafa þau sjaldan verið meiri í manna minnum. Hvort eitthvað er að marka minni manna er hins vegar annað mál.

Kv. Árni Alf.