Re: Re: Nýjar Ísleiðir 2012-2013

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar Ísleiðir 2012-2013 Re: Re: Nýjar Ísleiðir 2012-2013

#58264
0801667969
Member

Svæðið þarna inn af Stóru-Mörk býður upp á margar ísleiðir en mjög lítið hefur verið klifrað þarna. Ef horft er á fyrstu myndina leynist margt forvitnilegt. Til vinstri sést Burstin svonefnda. Hár burstalaga klettur. Brúnin uppi er rennislétt og þarna æða menn á harðahlaupum eftir saufé í smalamennskum. Féð rennur svo niður einstigi niður Burstina.

Til hægri við gilið sjást Innhamrar eða Sauðhamrar. Neðst á myndinni sést Sauðáin koma út úr þröngu gili. Þetta gil liggur í boga, þó illa sjáist það á myndinni. Sé ánni fylgt þarna inn gilið enda menn inni í Merkurkerinu hinum megin. Þarna inni er sérstaklega gaman í miklum vatnavöxtum. Snemma á 20 öldinni stökk maður yfir gilið þar sem það er dýpst (tugir metra). Þetta var Júlli (Júlíus Einarsson) frændi minn frá Stóru-Mörk (nánar tiltekið bróðir langafa).

Hann var þarna í smalamennsku og staddur ofan við gilið. Sá hann fé vera að sleppa sem auðvitað gengur ekki. Brúnin á gilinu er ávöl og sendin klöpp og erfitt að fóta sig á henni. Þetta er því kannski ekki fyrir hvern sem er. En í smalamennsku þá rennur oft á menn æði sem hjálpar stundum til. Maður fær aukaorku og kjark. Þetta á hins vegar ekkert skylt við ölæði.

Kv. Árni Alf.