Re: Re: Múlafjall og Brynjudalur

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Re: Múlafjall og Brynjudalur

#57135
Skabbi
Participant

Við Gulli vorum að koma úr Múlafjalli. Þar er talsverður ís, Rjúkandi og Stígandi í mjög góðum aðstæðum, sem og leiðirnar í Leikfangalandi. Leiðir í kringum Íste virðast vera þynnri en margar leiðir austar með hlíðinni litu vel út úr fjarlægð.

Í Brynjudal kíktum við á Ýring sem er spikfeitur. Oríun er að verða vel bunkaður en hengjan fyrir ofan er stór og fer stækkandi.

Allt að gerast

Skabbi