Re: Re: Ísaðstæður 2011-2012

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Re: Ísaðstæður 2011-2012

#57460
Robbi
Participant

Renndi framhjá Múlafjalli í dag.
Þar er allt löðrandi í ís, en hann virðist loða illa við klettinn og þarf eitthvað frost til að sé allt í góðu.

Klifraði í Vesturbrúnum esjunnar í dag. Klifruðum 3ja gil vinstramegin við anarbasis. Tæknilegt illtryggjanlegt klifur í eina spönn yfir lítið klettaþak. Brattur snjór með höftum upp á brún.

Snjóaðstæður eru með besta móti og allt grjót hart. Vil benda á að í vesturbrúnum, kistufelli og virkinu í esjunni er að finna frábærar snjóklifurleiðir. Snjórinn tekur vel við tryggingum svo það er um að gera að fara út að hrista á sér rassinn.

Kv.
robbi