Re: Re: Hvernig á að setja ísskrúfu í ís?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Hvernig á að setja ísskrúfu í ís? Re: Re: Hvernig á að setja ísskrúfu í ís?

#56077
Siggi Tommi
Participant

Samkvæmt þeim gáfulegu bókum og pistlum sem ég hef lesið (byggðar á mælingum á burðarþoli við tog, því fæstar skrúfur hafa þolað fall í klifri), þá er eðlisfræðilega best að halla skrúfunni niður á við um ca. 10-15°. Við þennan halla dreifist átakið á hagkvæman hátt á gengjurnar og þar með á max magn af ísbunkanum sem skrúfað er í.
Þetta á við um góðan ís, þar sem gengjurnar hafa gott tak. Ís hér heima er að minni reynslu í 80-90% tilfella “góður”.
Ef maður setur skrúfuna beint út eða upp í móti er víst hætt við að skrúfan svigni og sprengi utan af sér ystu íslögin og geti þar með bognað meira og jafnvel brotnað.

Í morknum ís, t.d. mjög loftkenndum eða blautum sólbökuðum ís, er víst betra að vísa skrúfu aðeins upp í móti til að fá “picket” (tjaldhæla) áhrif, þar sem skrúfutúban sjálf veitir takið að mestu og gengjurnar halda henni ofan í holunni. Svona skrúfa getur sennilega aldrei orðið meira en þokkaleg.

Ég reyni að fara eftir þessari 10-15° þumalputtareglu og flestir í kringum mig líka að ég held. Hef tvisvar dottið í slíka skrúfu og ekki rifnuðu þær út í þau skipti. :)