Re: Re: Gufunesturninn

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Gufunesturninn Re: Re: Gufunesturninn

#57258
Siggi Tommi
Participant

Gott mál að setja drumb og fleira íslaust dót til að leika sér í.
Vonlaust að vera alveg háð frosti og ísmyndum með turninn.

Klárlega að setja sprinklera þarna. Þessar bunur eru of vatnsmiklar og í fyrra alla vega voru stórar íslausar rásir þar sem bunaði of mikið.

Er nokkuð mál að láta hænsnanetið dingla þarna niður frá fyrsta frosti en svo rúlla því bara upp undir stóra netið þegar vorar. Þarf þá ekki að tæta það niður með tilheyrandi leiðindum.

Fyrir framtíðarþróun mætti kannski útbúa stálgálga sem skagar 1-2m út með sprinklerum og keðjum í seríu lafandi þar niður (sem safna kertum í sig). Gæti myndað skemmtilegt yfirhangandi ævintýri. Gæti samt verið praktískt að hafa þetta fyrir miðjum vegg jafnvel svo ekki þurfi að skrölta upp allan turninn heldur gera mambóið nær jörðu. Þarna gætu líka dinglað rekaviðardrumbar fyrir off-season.

PS Mig langar til Ouray… :)
PPS Til í smíðavinnu í vor/sumar við betrumbætur