Re: Re: Búahamrar?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Epík í Þilinu Re: Re: Búahamrar?

#55800
Páll Sveinsson
Participant

Þar sem köll og hróp duga ekki þarna var GSM notað til spjalla saman og stilla saman aðgerðir.

Siggi dinglaði þarna eins og dordigull og notaðist hann við hefðbundið björgunarsveitar kitt til að koma sér upp. Tvö prússikbönd af mislangri gerð. Þegar hann nálgaðist brotlínuna í þakinu var viðnámið á línuni of lítið og böndin runnu alltaf niður svo hann komst ekki í nothæfan ís til áframhaldandi klifurs.
Þá var honum slakað niður það langt að hann náði í ís og klifraði hann þaðan upp undir þakið aftur og setti upp tryggingu.
Þá var komið að mínum hluta að klúðra málunum. Ég seig niður á tvöfaldri línu til að hreisa út þær skrúfur sem Viðar hafði skilið góðfúslega eftir handa Sigga. Þegar ég var komin hálfa leiðina niður var ég komin með aðra línuna strengda í 90 gráður til vinstri fasta á bakvið regnhlíf og hina í 90 gráður til hægri í ísskrúfu í ca. 5 metra fjarlægð og komst ekki lönd eða strönd. (hefði betur sigið á annari línuni. Þá sem Siggi var í) Eftir mikið bras tókst mér að losa vinstri línuna og komast lengra niður og ná í ísinn. Þá var ekkert eftir annað en klifra upp aftur að skrúfunu sem ég var kominn langt niður fyrir og nota hana sem tryggingu. Um leið og hún losnaði tók ég svo flottan pendul að hvaða Vestmanna peyji hefði verið stolltur af. Ég var síðan svo þreittur að þegar Siggi var að tosa mig inn undir þakið aftur þá tókst mér að henda báðum öxunum niður.
Lukkulega þá fundust þær.

Við Siggi sigum svo áfram niður í tveimur skömtun en Viðar hreinsaði upp á topp og labbaði niður.

kv.
PS