Re: Re: Bláfjöll

Home Forums Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57461
1709703309
Member

Góður dagur í dag Bláfjöllum þrátt fyrir allt.

Honum má líkja við að undirbúa sig fyrir annars einfalda aðgerð en enda á því að framkvæma flókna heilaskurðaðgerð í gegnum nafla sem reynist fullur af eldgömlu naflakuski.

Oft þurfa starfsmenn Bláfjalla að lemja ís af einstaka staur í einstökum lyftum til að koma þeim af stað. Í dag kom mikil ísing okkur að óvörum var hún þannig að nánast þurfti að príla í hvern staur og berja ís. Var þar á ferð mikill gæða ís sem vel hefði sómað sér í görrótumdrykkjum sem Ísalparar kunna góð skil á og verður ekki nánar farið í þá sálma hér. í ísingu sem slíkri verður útleiðni og getur reynst erfitt að finna hana, fer ekki nánar í það enda enginn snillingur í því. Fyrsta gengið sem mætir er að koma kl. 06:30 í Bláfjöll og dugar þesi tími okkur í flestum tilvikum.

Að lokum komust þó flest allar lyfturnar, í gang og nutu skíðamenn ágæts veðurs með fínu skyggni og færi í troðnum brautum. Utan brautar var talsverð hörð skurn sem efsta lag og ekki ákjósanlegt að detta í því, auðvelt að renna langar leiðir í bröttum og löngum brekkum. Héðan í frá fer því engin upp með lyftu hjá mér í þessum aðstæðum nema með nýbrýndar ísaxir í báðum höndum ….